Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 182

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 182
Bjöm Magnússon Annað væri fásinna og Sísýfosarvinna. „Bygging mannfélagsins, og sú hegðun, sem það ætlast til af meðlimum sínum, er í mörgum greinum langt undir hinu kristilega máli, og samfélags sannfærðra lærisveina Krists er þörf bæði til að vera vitni um trú sína og til að styðja hvorir aðra í því að standa á móti því samlagi um samvirka sekt með takmarkaðri ábyrgð sem í Nýja testamentinu er kallað heimurinn” (Inge, Ethics, bls. 399). Við þessi orð hins virðulega breska kirkjuöldungs má aðeins bæta því, sem og er fyllilega í anda hans, að til þess að sú mótstaða sé áhrifarík þarf samfélag lærisveinanna að vera samvirkt félag með fullri ábyrgðartilfinningu fyrir því, að því beri að gera réttlæti guðsríkis- ins alráðandi í öllum samskiptum mannanna. Hér er hið rétta svið leikmannastarfseminnar að boðun kristindómsins, enda er það staðreynd, að besta starfið að þessum málum hefur einmitt verið unnið af leikmönnum, þótt því hafi best verið komið fyrir þar, sem prestar og leikmenn hafa starfað í sameiningu. Hér má ekki vera neinn rígur milli kirkjunnar eða þjóna hennar og hinna frjálsu starfsmanna, er finna sig kallaða til starfsins. Og best fer á því, til þess að fullt jafnvægi haldist og ekki verði neinar öfgar ráðandi, að hin almenna kirkja hafi forystu í þessu kristniboði sem öðru. Með því fullnægir hún tilgangi sínum og sannar tilverurétt sinn. En ef hún sýnir sig ófúsa til að snúa sér beint að hinum aðkallandi verkefnum félagslífins, þá sýnir hún með því, að hún er ekki vaxin því hlutverki, að hafa forystu í boðun kristindómsins meðal þjóðanna. Hver sú stofnun, sem að boðun kristindómsins vinnur, þarf að vera búin hæfileikum til að laga sig eftir umhverfi sínu og þeirri samtíð, sem hún starfar með. Hún þarf að vera í fararbroddi í öllum þeim málum, sem snerta framkvæmd fagnaðarerindisins, en það er nokkurn veginn sama sem í öllum málum, sem varða heill manna. Henni er ekkert mannlegt óviðkomandi, og hún ætti frekast allra stofnana að vera „up to date”, búin öllum þeim hjálparmeðulum og beita öllum þeim starfs- aðferðum sem fullkomnastar eru þekktar á hverjum tíma. Þessi krafa er meiri en svo, að henni verði fullnægt með því fyrirkomulagi, sem nú er á starfi kirkjunnar. En þetta þarf kirkjunni að vera ljóst. Hún má hvergi láta sér nægja minna en þá æðstu þekkingu, tækni og skipulagningu, sem hver tími hefur yfir að ráða. Þetta hefur henni skilist á sumum sviðum, en ekki öllum. Sem dæmi þess má taka hjúkrunarstarfsemi kaþólsku kirkjunnar. Hún byggir sjúkrahús, sem í engu standa að baki því fremsta, sem þekkt er í þeirri grein. Þetta er kunnugt á landi hér, þar sem sú kirkja á þó lítil ítök. Þannig á kirkjan að fara að á öllum sviðum. Hvar, sem eru aðkallandi vandamál fyrir höndum, þar á samtíðin að finna, að í kirkjunni, eða starfsemi kristindómsins, er að leita þess aðila, sem hefur fyllstu möguleika til að leysa það svo vel fari. Ekkert minna en hið besta er hæfandi slíkri stofnun, sem á að vinna að útbreiðslu guðsríkis á jörðu. íslensk kristni hefur sýnt nokkurn lit á þessu, sem skylt er að geta, eins og með stofnun ellihælis, sem að vísu er ekki verk kirkjunnar sem heildar, en sem er að öllum ytra útbúnaði sambærilegt við aðrar slíkar stofnanir, 180
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.