Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 185
Sérkenni kristindómsins
um Krist í verki, sýnt anda hans að starfi meðal hinna minnstu bræðra,
þjónandi, líknandi og hjálpandi. Með réttu hefur kristindómsboðunin
meðal menningarsnauðra þjóða verið öðrum þræði læknisstarf, uppeldis-
starf og almenn hjálparstarfsemi. Menn eins og Kagawa geta ekki hugsað
sér trúboð án slíkrar starfsemi. Hinar auðugu og skrautlegu dómkirkjur
vestrænna stórborga, þar sem örbirgðin helst við undir kirkjuveggnum,
er þeim hinn ömurlegasti vottur rangsnúinnar efnismenningar. Vafalaust
hafa þeir menn gripið meira af anda Krists: að leggja allt í sölurnar ul að
bjarga mannssálunum, en þeir, sem kirkjurnar reistu. Þó vildum vér ekki
missa hin háreistu guðshús. Vér ættum eingöngu ekki að láta fátækra-
hverfin þrífast neins staðar þar, sem áhrif þeirra ná til, og raunar hvergi
í mannlegu félagi.
Dýpsta sérkenni kristindómsins er Kristur sjálfur. Að hann megi ná til
allra með kall sitt: „Komið tíl mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eruð
hlaðnir”, það er hin mikla þörf mannkynsins. Til þess skyldu allir, sem
snortist hafa af anda hans, leggja fram óskerta krafta sína. Kom þú,
drottínn Jesús!
183