Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 12
SIGFÚS KRISTINSSON
OG STEFANÍA STEFÁNSDÓTTIR
Bernskuminningar frá Vaðbrekku
og Eiríksstöðum
Stefanía Stefánsdóttir, sú er Sigfús Kristinsson ræðir við í eftirfarandi viðtali, er fædd á
Grund á Jökuldal 1. janúar 1907, dóttir Stefáns Alexanderssonar frá Gestreiðarstöðum í
Jökuldalsheiði og Guðrúnar Hálfdanardóttur, sem var af skaftfellskum ættum. Foreldrar
Stefaníu stofnuðu nýbýli á Laugarvöllum í Brúardölum árið 1900 og bjuggu þar til 1906,
er Stefán andaðist. Stefanía ólst upp með móður sinni á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal til 12
ára aldurs, en fór þá í Eiríksstaði á Jökuldal. -Hún giftist Ingvari Olsen frá Teigagerðisklöpp
á Reyðarfirði og bjuggu þau á Hrauni í Reyðarfirði 1949 - 1971 eða þar um bil, en eftir
það í kauptúninu Reyðarfirði. Ingvar var norskur í föðurætt, sonur Jens Olsen sem kom
í Norðmannaflóðinu sem barst til Austfjarða upp úr 1880. Hann staðfestist á Reyðarfirði
og kvæntist Önnu Stefánsdóttur frá Teigagerði. - Systkini Stefaníu, sem upp komust, voru
Eiríkur Stefánsson kennari frá Hallfreðarstöðum og Una húsfreyja á Seyðisfirði.
Hallgrímur Friðriksson (Vigfússonar) bjó á Vaðbrekku 1903 - 1922. Hann var frá Hóli
í Fljótsdal og móðir hans Guðfinna Jakobsdóttir frá Mjóanesi.
Samtal þetta fór fram árið 1976 og er segulbandsupptaka. - Á. H.
Stefanía, þú ert fæddur Jökiddælingur?
Já, ég fæddist á Grund á Jökuldal 1907.
Olst þar upp?
Nei, þegar ég var 16 vikna fór ég í Vaðbrekku og var þar 12 ár með
móður minni. Hún var orðin ekkja.
Bjó hún . . . ?
Nei, nei. Sinn búskap bjó hún á Laugarvöllum, og um það hefur þú
sjálfsagt séð skrifað eftir Eirík bróður minn.
Hver bjó þá á Vaðbrekku?
Hallgrímur Friðriksson með móður sinni, fullorðinni manneskju.
Mamma var þar fyrir hjá honum nokkur ár, en ekki man ég nú hvenær
hann giftist.
Og þarna sast þú yfir ám?
Já, bæði á vorin á sauðburði og svo á stíingatíma, það var stíað allt
upp í þrjár vikur áður en fært var frá, þá passaðar allar ærnar með
lömbin, hýst svo á nóttunni og lömbin tekin frá og ærnar mjólkaðar á
morgnana áður en hleypt var undir aftur. Þá var bara mjólkað einu
sinni á dag, bara á morgnana. Svo var venjulega fært frá í 10. viku