Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 59
MÚLAÞING
57
á pallinum inn að Egilsstöðum og var það fúslega veitt. Bílferðin gekk
ágætlega, enda marauð jörð og besta veður.
Þegar að Egilsstöðum kom lögðum við Skriðdælingar af stað gang-
andi. Að þessu sinni vorum við þrír, Einar Ólason Þingmúla, Hóseas
Ögmundsson Eyrarteigi og eg sem þessar línur rita. Björn Bjarnason
bróðir minn hafði fengið mjög slæmt handarmein stuttu fyrir fríið, og
vildi skólastjóri ekki láta hann fara heim að svo stöddu. Var hann því
yfir jólin á Eiðum og lærði þar að skera út laufabrauð með alls konar
útflúri. Björn kom heim á milli hátíðanna, en þá var farið að frjósa
og kólna.
Það er af okkur að segja að ferðin gekk vel. Ekki man eg hve lengi
við vorum á leiðinni, en heim fórum við í einum áfanga. Var komin
nótt þegar heim kom.
Á milli jóla og nýárs setti niður mikinn snjó. Faðir minn hafði látið
ærnar vera frjálsar í góðu tíðinni, og voru þær dreifðar inn um alla
Múlaafrétt að austanverðu. Þegar tók að snjóa fórum við að smala.
Gekk það mjög seint, því bæði var komin ófærð fyrir menn og skepnur
og víðáttan mikil sem ærnar voru á. Við vorum því dag eftir dag að
tína þær saman og koma þeim til húsa sem lengst voru burtu. Varð
að troða slóð fyrir þær og skera burtu sjóhnyklana sem hlóðust í ullina
á þeim. En áfram var haldið þangað til allt féð var fundið og komið í
hús, en það var ekki fyrr en að kvöldi þriðja janúar. Fjórða janúar
áttum við að mæta úti á Eiðum.
Þann dag bundum við Björn það sem við höfðum meðferðis á skíða-
sleða og lögðum af stað kafandi ófærðina í leiðindaveðri með sleðann
dragandi. Komum við seint um kvöldið að Stóra-Sandfelli og fengum
þar góðar viðtökur og gistingu hjá þeim bræðrum þar, Birni, Kristjáni
og Benedikt.
Á Stóra-Sandfelli var eitt af myndarlegustu heimilum sveitarinnar.
Þar ríkti mikill dugnaður og framfarahugur bæði með ræktun og bygg-
ingar.
Þarna skildum við sleðann eftir og lögðum baggana á bakið, var það
talið heldur betra og jafnvel léttara. Segir nú lítið af ferð okkar út
Vellina, við köfuðum snjóinn jafnt og þétt í mesta leiðindaveðri, norð-
austan hvassviðri og miklum éljagangi. Við fórum heim í Egilsstaði,
höfðum verið beðnir að kaupa ritföng fyrir nokkra nemendur á Eiðum.
Sigríður Jónsdóttir póst- og símstöðvarstjóri verslaði með þessa hluti.
Þegar við höfum lokið þessum erindum þar og erum að ganga út
mætum við Pétri Jónssyni bónda á Egilsstöðum í útidyrunum. Hann