Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 201
MÚLAÞING
199
stokknum, en það mega mótherjar
hans eins og í sólóspili, enda grandi-
samó oft nefnd kóngasóló. Sá er þó
munur á, að í grandisamó eru trompin
aðeins tvö, spadda og basti.
Best er að segja grandisamó í
forhönd.
Spilin halda sínu venjulega gildi eins
og í einföldu spili, en þó með þeirri
undantekningu, að tromplitur er
enginn, aðeins þessi tvö áðurnefndu
tromp, spadda og basti.
Spadda hefur hæsta gildi og basti
næsthæstur, en hann er þeim dómi
háður að verða spöddu að bráð, ef
henni er spilað út. Pá er sá sem hefur
basta á hendi skyldugur til að gefa hana
í - núlla hann.
Það er mjög áhættusamt að segja
eða spila grandisamó, ef spöddu
vantar.
Ef sagnhafi hefur spöddu á hendi og
alla kóngana, á hann fimm slagi vísa.
Hann hefur sem sagt borðleggjandi
vinningsspil á hendi. Einnig er sigurinn
vís með spöddu, ef henni fylgir langur
samliggjandi litur, þá talið frá kóngi
og niður.
Það sama gildir um spöddu í grandi-
samó og öðrum lombersögnum, að það
er ekki skylda að láta hana af hendi,
þótt basta sé spilað út.
Annars vinnst grandisamó oft, þótt
sagnhafi sé ekki með spöddu á hendi,
en þá verður hann að hafa kóngana og
sem flest háspil auk basta.
Vinningurinn í grandisamó er
tvær bitar. Tapi sagnhafi spilinu,
greiðir hann tvær bitar, ef hann
verður bit, þ. e. a. s. einfalt tap, en
verði hann krúkk, greiðir hann þrjár
bitar.
Sagngildið er það sama í grandi-
samó og lægri sólóunum.
Smáafbrigði
Sumir spila grand-túrnir þannig, að
velti spaði á ásana, þá sé sama gildi
fyrir vinning og tap eins og í spaðasóló.
Pott-lomber (sólópottur)
Pá fær sá allt úr pottinum, sem vinn-
ur sóló. Tapi hann, verður hann að
greiða í pottinn jafnháa upphæð og í
honum er, auk þess taps, sem í spilinu
gildir, til hvers og eins. Þetta getur því
orðið talsvert áhættuspil, ef stór upp-
hæð safnast í pottinn. En þá er oftast
samið um vissa upphæð eða hámark
þess, hvað sú upphæð eigi að vera há,
sem til vinnings eða taps gildir við
hvert sólóspil. Þetta verður að semja
um, áður en lomberspilið byrjar.
Asað úr pottitmm
Þegar sólópottur er í gildi (í pott-
lomber), er stundum gripið til þess
ráðs að „ása“ úr pottinum, eins og það
er nefnt, þegar spilamennsku lýkur.
Stundum er þó potturinn geymdur til
næsta spiladags - ef um spilafélaga er
að ræða, sem vanir eru að spila saman,
eru í lomberklúbb.
Asað er úr pottinum á þann hátt, að
sá sem næst átti að gefa, stokkar spilin,
flettir síðan einu og einu spili upp, ofan
af stokknum og leggur fyrir framan
sæti hvers og eins í réttri gjafaröð eins
og gefið er í Lomber, og þegar upp
kemur ás, þá fær sá spilafélagi vissan
fyrirfram ákveðinn hluta af upphæð-
inni, sem í pottinum er. Getur það því
oltið á heppni, hver græðir mest á upp-
gjörinu úr pottinum.
Kúpp - hlaupanóló
Til er það afbrigði af kúpp, að leyfi-
legt sé að kaupa 10 spil og henda þá
einu af hendi. Einnig að leyfilegt sé að