Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 88

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 88
86 MÚLAÞING Að síðustu afgreiðir skáldið þrjár aðallandkostasveitirnar á Héraði á óvæntan hátt - „fullt er þar allt af sulti. “ Hvers vegna hreytir skáldið út úr sér orðinu „sultur“ þegar röðin kemur að þessum sveitum? Þetta eru snjóléttu uppsveitirnar á Héraði, einkum þó Fljótsdalur, og þess geta ekki verið nein dæmi að skortur hafi ríkt þar vegna takmarkaðra landgæða þegar aðrir Héraðsmenn höfðu ekki af slíku að segja. Ef til vill er höfundur orðinn þreyttur á pennanum og nennir ekki að halda áfram með sveitirnar hverja fyrir sig, en líklegra þó að annað búi undir - að hann eigi við aðkominn sult sem stafi af því að bjargþrota bændur af útsveitum og jafnvel neðan úr fjörðum séu að reyna að bjarga búpeningi sínum með því að reka á vetrarbeit upp á sveitir, svo sem tíðkast mun hafa um allar aldir er heyþrot steðjuðu að. „Förumanna flokkarnir flykkjast þangað mest,“ stendur í Grýlu- kvæði Stefáns. Pessar sveitir voru löngum eins konar búnaðarbanki ytri byggðanna á Héraði og fjarðanna a. m. k. suður undir Fáskrúðsfjörð, jafnvel lengra suður, þrautabeitiland þeirra þegar að svarf. Kunnugt er um fjölda heimilda þar um frá 19. öld og ef til vill eldri heimildir ótvíræðar þótt mér sem þetta skrifar sé ekki kunnugt um það. Það segir sig í rauninni sjálft. Ekki sést hvenær þessi vísa er ort, en vafalítið er hún frá þeim tíma er Stefán er í Vallanesi, 1649 - 1688. Á því tímabili gengu yfir margir harðir vetur með skepnufelli og manndauða vegna skorts og sjúkdóma, þótt út yfir tæki árið 1674 eftir hörkuvetur árið áður og rigningasumar - og mikið fiskleysi. Veturinn 1673 - 1674 var grimmharður um Norð- austurland, og í bókinni Árferði á íslandi eftir Forvald Thoroddsen er þess getið að 14 hundruð manns féllu þá í Múlaþingi. Þar segir: „Fyrir austan Vaðlaheiði strádó fé og menn, í Vopnafirði dóu 230 menn og þar eyddust 14 bæir, en á Hofi urðu eftir 2 kýr og 6 ær og viðlíka á öðrum betri bæjum.“ - Heimildir Þorvalds eru annálar og Árbækur Espólíns. Þessar tölur um mannfelli eru ótrúlegar, og ef til vill er slumpað á þær í annálum sem ritaðir eru í fjarlægum landshlutum. Árið 1703 eru rúmlega 4 þúsund manns í Múlaþingi öllu og þar af 360 í Vopnafirði. Harðindavísan gæti verið ort 1674, allt er þó óvíst um það, en eg er að hugsa um að hnýta aftan við þessar hugleiðingar um harðindavísu Stefáns Ólafssonar um það bil tveimur öldum yngri frá- sögn af harðindum á Héraði og bjargráðum sem þá var gripið til - veturinn 1880 - 1881.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.