Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 182
180
MÚLAÞING
og „Aarvak“. Carl Tulinius, kaupmaður hefur fengið nótamenn frá
Noregi, sem búa í Kphlershúsinu á Lambeyri. - En þetta sumar er lítil
eða engin síld. Tulinius tapar miklu fé. Sundfpr tapar kr. 2.305.00 á
hluta „Aarvak“ í leiðangrinum.1
Hinn 13. september er enn eitt norskt hús selt á uppboði á Mjóafirði,
svokallað „Selhelluhús“, auk þess ýmislegt lausafé. Vilhjálmur Hjálm-
arsson kaupir húsið í mörgum hlutum, veggi, gafla, gólf o. s. frv. á
152 krónur.2
Um haustið liggja 30 norsk síldarskip á Eyjafirði. Þeir fá lítið eitt
af síld í lás, en mestur hluti aflans fæst í lagnet. Norsku leiðangrarnir
leggja ekki áherslu á netaveiðar. Þeir verða að fylla skúturnar með
blönduðum farmi og flytja heim. Jaktin „Presto“ kemur til Skudenes-
havn 10. nóvember með 230 tunnur af Íslandssíld, 117 tunnur af salti,
58 tómar tunnur, 3 tunnur af lifur, 3 tunnur af heilagfiski, 200 kg af
söltuðum þorski, 500 kg af öðrum saltfiski og 2 lifandi sauði.3 Galíasar
Sundfórs „Oscar“ og „Ingeborg“ hafa legið með landnótaútgerð á
Eyjafirði, en árangurinn varð enn lélegri en árið áður. Tapið á ár er
samtals kr. 3.712.00.4
Eftir að Norðmennirnir hafa haldið heim, koma miklar síldargöngur
í Eyjafjörð í nóvember. Netin fyllast svo að mörg þeirra sökkva til
botns og tvö nótalög fá 3 góð köst við Krossanes, í einum lásnum eru
1.000 tunnur.5 Leiðangur Lars Berentsen, Stafangri, var með í þessu
kasti, bassinn Nils Djupevág og nótalag hans kom seint um haustið
1886 til Stafangurs.6
Einar Ásmundsson skrifar að sumir Norðmannanna hafi sest að í
Eyjafirði, og að þeir hafi kennt íslendingum að veiða í lagnet. Hann
er stöðugt þeirar skoðunar, að netaveiði henti íslendingum best, nóta-
veiðin sé óviss, hún útheimti margt fólk, dýr áhöld og miklar birgðir
af tunnum og salti.7
Veturinn 1886 - 1887 dveljast enn margir norskir fiskimenn á Eski-
firði. í Odlandshúsinu býr aðeins eftirlitsmaður. En Fredrik Klausen
hefur með sér um veturinn 7 fiskimenn frá Björgvinjarsvæðinu. Tulinius
hefur 10 nótaveiðimenn frá Stafangurssvæðinu búandi í Kphlershúsinu.
1 Skjöl Sundförs.
2 Reikningsbækur Mjóafjarðar.
3 Tollb. Skudeneshavn.
4 Skjöl Sundförs.
5 Síldarsaga íslands bls. 111.
6 Djupevág bls. 96.
7 Arnór Sigurjónsson: Einars saga Asmundssonar.