Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 177
MÚLAÞING
175
búsettur, íslenskur ríkisborgari, og Lehmkuhl er nú frjáls að því að
stunda fiskveiðar í hans nafni í hverjum firði í íslandi.1
Fiskimennirnir á „FIeimdal“ fá líka nóg að gera þegar þeir koma til
Fáskrúðsfjarðar. Bátarnir og bryggjan eru svo illa farin að líkast er að
„þeir menn, sem síðast fóru þaðan, hafi ekki farið á brott, heldur dáið.
Nót og línur lágu úti og voru alveg grautfúnar, stóra nótin var sundur-
tætt af rottum, stór hluti bryggjunnar lá dreifður um fjörur og margt
var í hinni mestu niðurníðslu. Nú er allt þetta þó komið í sæmilegt
lag. En stóri og nýjasti nótabátunnn er gjörónýtur. Gengið hafði verið
frá honum ofan við húsið og illa við hann skilið. Þær fáu skorður, sem
látnar voru undir hann, voru settar á borðin og þegar snjóþyngslin
komu í hann gengu skorðurnar í gegnum borðin, og vegna þess, að
hann var óskorðaður klofnaði hann að endilöngu, og öll bönd eru
brotin svo að vonlaust er að gera við bátinn. Við höfum nú til að bjarga
okkur tekið bát, sem Johan Thorsen á.“2
A Mjóafirði eru aðeins 4 nótalög að veiðum þetta sumar: Thorsen
á Hesteyri, H. J. Svendsen og R. Vea á Skolleyri og Zachariassen á
Asknesi. O. Bengtsen á Asknesi greiðir aðeins gjöld af húsinu, en
leggur ekki stund á fiskveiðar í ár.3
Galías „Sandnæs“ kemur til Stafangurs 28. júlí með 934 tunnur
síldar, sem veiddust á Seyðisfirði um vorið. Það fannst engin síld í
sjónum, þegar „Sandnæs“ fór frá íslandi. Allt sumarið fengust aðeins
400 tunnur alls á Austfjörðum. - 4. og 5. ágúst fékkst góð síld í lás í
Reyðarfirði, en þar með var búið með veiði þar.4 Leiðangur Amlies
á Fáskrúðsfirði með galíasana „Heimdal" og „Dina“ fær 119 tunnur
síldar um 20. ágúst. Það er smá síld (tvö minnstu merkin), en bústin
og feit. Svo er lokið síldveiðinni þar líka. Apeland skipstjóri sendir
þessar fáu tunnur heim með flutningaskipi, galías „Brage“ frá Staf-
angri.4
Heima fá útgerðarmennirnir lítið eitt af síld fram í september, mest
með gufuskipunum „Vaagen“ og „Erik Berentsen“, sem eru með um
1.100 tunnur hvor. Nokkrar skonnortur, galíasar og flutningajaktir
koma með frá 500 - 670 tunnur síldar, sem er samsafn úr mörgum
1 Jóhann Klausen. Skjöld Lehmkuhls. Skjöl Klausens.
Skjöl Amlies.
Skattskrá Mjóafjarðar.
4 Skjöl Amlies.