Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 106
104
MÚLAÞING
Að minnsta kosti 2-3 galíasa eða jaktir þurfti til að flytja landnóta-
brúk til íslands og stunda þar síldveiðar. Mikið fé þurfti einnig til að
útbúa slíkan leiðangur með öllu, sem til þurfti. Víða tóku því nokkrir
útgerðarmenn höndum saman til að dreifa vinnunni og áhættunni.
Vorið 1880slóguþrírHaugasundsútgerðarmenn, Peder Amile, Erich
H. Kongshavn og Jacob Odland, sér saman um íslandsleiðangur. Þeir
ætluðu að senda eitt nótabrúk með 2 galíasa, „Heimdal“, sem Amlie
átti (skipstjóri og meðeigandi M. J. Sórensen), og „Solid“, sem Kongs-
hafn átti (skipstjóri M. H. Kongshavn). Auk tómra tunna og salts var
keyptur borðviður og timbur til „íslandshúss'1.1 Eitt útgerðarfyrirtæki
í Florp stofnaði til samvinnu við bræðurna Jacobsen í Haugasundi.2
Markmið þeirra var að gera út sameiginlega landnótaleiðangur til ís-
lands og leggja til 3 skip hver, jaktirnar „Astræa“, „Br0drene“ og
galías „Gr0nningen“, frá Jacobsen, jaktirnar „Flora“, „Gyda“ og
„Laura“ frá Dahl í Flor0.3 Ein útgerð frá Haugasundi tók þátt í íslands-
leiðangri frá Sund á Sotra.4 5 Hinn ungi skipstjóri Nils Olson Vea frá
Karm0y, vildi fara til veiða við ísland á galías fjölskyldunnar
„Br0drene“. Hann gerði félag við skipstjóra frá Haugasundi, sem
einnig hafði yfir eigin skipi að ráða. En enginn gat lánað þeim nótabrúk,
menn töldu þá ekki með öllum mjalla, sem hugsuðu sér að veiða síld
á íslandi, þaðan var hvorki að vænta báta eða nóta til baka. Loks tókst
þeim þó að verða sér úti um eitthvað af eldgömlum og fúnum tækjum.'
Hans O. Sundfpr áformaði að hafa „Oscar“, „Aarvak" og „Enig-
heden“ á Eskifirði sem árið áður, og þar að auki hina nýju skonnortu
„Elisa“. En skonnortan fórst á Norðursjó um vorið. Sundför skrifaði
þá Lars Berentsen, útgerðarmanni í Stafangri og bað um að fá til leigu
galías „til að fara til íslands og salta síld“.6 Að „Heimdal“ frátöldum
voru sömu skútur og áður útbúnar til þátttöku í leiðangri Mons Larsen
til Eskifjarðar, og til viðbótar kom „Jón Sigurdsson“, galías Arne
Lothes.
í Smedasundet (Haugasundi) voru annir miklar um vorið. Timbur-
menn, smiðir, seglgerðarmenn kepptust við að reiðabúa hinn stóra
síldarflota áður en hann hélt af stað til Norðurlandsins eða íslands.
1 Skjalasafn Amlie og Kongshavn.
2 0stensj0 bls. 329.
3 Karmsundsposten 1990.
4 0stensj0 bls. 329.
5 L. Marmes.
6 Skjöl Sundf0rs.