Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 69
MÚLAÞING
67
sentimetrar. Þrír þeirra voru á vesturhlið á 1., 3. og 6. stafgólfi frá
suðurenda, en fjórir á austurhlið, á 2., 4., 5. og 7. stafgólfi frá suðri
til norðurs talið. í báðum endahúsum baðstofunnar voru skápar inn-
byggðir í stafnana. Þar voru geymdar bækur og ýmsir smáhlutir.
Baðstofan var elsta húsið í bæjarþorpinu, byggð 1863, en var felld
með jarðýtu ásamt öllu bæjarþorpinu 1948, og hafði hún þá staðið í
85 ár.
Þegar gengið var inn úr „Stofuganginum“ niður þrepin tvö til bað-
stofuganganna var stutt til þess að komið væri á móts við göng til
beggja handa, sem stóðust á, og kölluð voru „Krossgöng“. Þau til
hægri lágu til suðurs, að húsi því er kallað var „Búrið“. Fyrir búrdyrum
var skellihurð, eða draghurð, er opnaðist mótvægis til vinstri þá inn
var gengið. í suðurenda þessa húss var svonefnt „Innra-búr“ um !4 af
lengd alls hússins, aðskilið með timburþili í vegghæð - sem var um
240 sm, en að öðru leyti óþiljað, en timburbekkur var með þilinu frá
dyrum þess, sem voru við vesturvegg. Við bekk þennan var matast. í
þessu búri voru geymd ýmis eldhúsáhöld. Fremrahúsið var þiljað með
veggjum, en norðurstafninn óþiljaður. Við hann var eldavél - múruð
á bakhlið. Það var stór eldavél með tvö eldhol, vatnsgeymi og bakarofn.
Fjær stafni við austurvegg var allvíð trébyrða einangruð með lótorfi
notuð til moðsuðu. Við þilið að austanverðu var búrbekkurinn, hár
og breiður, en undir honum afþiljaðir skápar með hillum og á enda
hans við „Innrabúrs“-þilið var smáskápur fyrir bollapör og þess háttar.
Yfir búrbekknum á þilveggnum var „rekki“. Þar var raðað diskum og
slíðrur fyrir hnífa. Við vesturvegg búrsins var setbekkur, á honum var
setið er dvalið var í búrinu og enda stundum matast.
Moldargólf var í búrinu öllu. Búrið var toppreist, langbönd á
sperrum, klætt standreistum borðum, óplægðum úr rekaviði. Gluggi -
allstór - var á þaki við mæni á vesturhlið.
Sem áður getur voru gegnt búrgöngum göng til norðurs, er lágu
gegnum þykkan vegg til eldhússins. Það var mjög rúmgott, vegghátt,
toppreist, skammbitar ofan til á sperrum og rár á milli þeirra á syðstu
sperrum. Á þessar rár var hengt kjöt til reykingar, svo og sauðskinns-
bjórar og stórgripahúðir til þurrkunar. Þrennar hlóðir voru við suður-
stafn, og nokkru fjær víður strompur á mæni. Á honum var rangskjól,
sem lék á lóðréttum ás eftir vindstöðu hverju sinni. Við vesturvegg
eldhússins stóðu vatnskeröld. í þau var borið allt vatn til neyslu og
annars er til þurfti í bæ, þar til vatnsleiðsla kom til - og þá samtímis
í fjósið. Skammt frá hlóðum var lágur en breiður bekkur við austurvegg-