Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 73
MÚLAPING
71
Jón Einarsson eða eftir hann. Með Guttormi kom Eyjaselsmóri, sem
talið var að fylgdi Finnsstaðaættinni a. m. k. um skeið. Sigurveig var
einbirni Guttorms og konu hans, Sigurveigar Árnadóttur frá Jórvík,
og því falla Finnsstaðir að öllu til Árna og Sigurveigar.
Við fráfall Árna - og arfaskipti eftir hann - skiptust Finnsstaðir í
tvo hluta, I og II. Finnsstaði I hlaut Jón Árnason % hluta til ábúðar,
þar af 3 hundruð til eignar, og býr þar frá 1912 - 1925. Kona Jóns var
Steinunn Hinriksdóttir, Hinrikssonar bónda að Hafursá. Sonur þeirra
Árni Jónsson tekur við ábúð á Finnsstöðum - sem þá að hluta voru
orðnir hans eign - frá 1925 - 1967. Kona Árna var Stefanía dóttir
hjónanna Sigríðar Þorvaldsdóttur og Guðjóns Þorsteinssonar bónda
að Uppsölum, sem áfram býr með börnum sínum að bónda sínum
látnum til 1970, og síðan félagsbúi með sonum sínum, Jóni og Arinbirni,
ásamt konu Arinbjörns, Jóhönnu Ragnarsdóttur frá Fáskrúðsfirði.
Finnsstaðir II féllu í hlut Önnu Árnadóttur til eignar, og þar bjó
hún ógift með ráðsmönnum frá 1912 - 1917, en leigir þá jörðina til
1926, er hún tekur hana aftur til búrekstrar með aðstoð fósturbarna
sinna - Jóhanni Pétri Jóhannssyni og Unni Jóhannsdóttur - til 1930,
en þá tekur Jóhann við jörð og búi, og býr þar til 1970. Kona Jóhanns
er Ingunn Píerson, en móðir hennar var Guðrún dóttir Sigurveigar
systur Önnu, og Jóhann var einnig af þeirri ætt. .Frá 1970 býr svo
Hallbjörn sonur Ingunnar og Jóhanns á Finnsstöðum II.
Kona Hallbjörns er Ásdís Jónsdóttir bónda frá Skeggjastöðum í
Jökuldal, Björnssonar bónda að Hnefilsdal.
Heimildir hefi ég engar um búnaðarháttu framantalinna ábúenda,
lengra aftur en til Árna Jónssonar - eldra - utan þess sem skráð er í
þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar, og þá einkum um Þórð Gíslason, sem
kunnastur mun því þeirra kynsmanna. En ætla má, að búshættir hafi
verið traustir og afkoman ávallt góð.
I tíð Árna og Sigurveigar var búrekstur á Finnsstöðum stór í sniðum,
enda börnin 9 sem náðu fullorðinsaldri - öll heima uns þau stofnuðu
sín heimili, auk þess og síðar vinnufólk eftir þörfum. Heyrði ég staðfest
af kunnugum, að fénaður á vetrarfóðri hefði náð því að vera 600 fjár
og yfir 20 stórgripir.
Sem áður getur bjuggu þau hjón - Árni og Sigurveig - á Finnsstöðum
í 60 ár. En síðustu 15-20 árin hvíldi framkvæmd og forsjá búsins á
herðum Jóns sonar þeirra útávið og Önnu dóttur þeirra sem húsmóður,
en ávallt í fullu samráði við foreldrana. Búforsjá þeirra fór fram með
mestu ágætum, enda bæði búhög hvort á sínu sviði. Jón sérstakur