Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 183
MÚLAÞING
181
í Lethshúsi búa 12 fiskimenn, flestir frá Karmúy.1 En það er litla síld
að hafa í næturnar, mennirnir leggja því mest stund á þorskveiðar.
Vorið 1887 leggst hafísinn að Norðurlandi og liggur þar sumarlangt.
Alla sumarmánuðina er rekís við Austfirði. H. J. Svendsen, með
leiðangur frá Karmdy, heldur til á Nesi í Norðfirði til að veiða síld.
Það er eina norska landnótaútgerðin á Austfjörðum það sumar.2 í
Mjóafirði greiða H. J. Svendsen, Zachariassen, Grasdal, Kongshavn
og Thorsen skatta af húsum sínum, en stunda ekki veiðar.3 Hinn 7.
nóvember er hús Storðarfélagsins selt á uppboði. Hans Olsen fær leyfi
til að búa í „Bengtsenhúsinu“ þar til það verður rifið. Gísli Hjálmarsson
kaupir húsið fyrir 435.00, en auk þess er selt lausafé fyrir kr. 450.00.4
Hinn 2. ágúst 1887 hefur jakt Waage „Rap“ verið skráð komin til
Skudeneshavn fá Eyjafirði, fermd 83 tunnum síldar, 290 tómum
tunnum, 2 tunnum af fiski, 100 kg af þurrfiski og „180 tunnum af salti
(útflutt 1886 en ekki notað vegna aflaleysis)“. Á Eyjafirði liggja um
haustið 5 norsk síldarskip, nokkur frá Karmóy og nokkur tilheyrandi
Berentsen í Stafangri. Síld veiddist ekki.5
Bergens Tidende hefur 13. janúar 1888 eftirfarandi upplýsingar að
flytja frá Newcastle Daily Leader: „Tilraunin að manna Norðvestur-
Kanada Islendingum hefur heppnast svo vel, að komið hefur verið á
laggirnar fyrirtæki með það að markmiði, að flytja afganginn af íbúum
íslands, 75.000 manns, yfir til Manitoba." - í febrúar lætur blaðið
fylgja fleiri ömurlegar frásagnir frá íslandi: Fjárhagsástandið er mjög
slæmt. Árum saman hefur veðrátta verið afleit með rekís. Víða er
stöðug hætta á hungursneyð. Þúsundir manna hafa flutt úr landi. Síð-
astliðið haust voru flóð og skriðuföll á Norðurlandi. Þorskveiði var
góð, en krafðist margra mannslífa. Síðasta ár fórust 130 manns.6
Náttúran sjálf fælir ár eftir ár norsku síldveiðimennina burt frá
íslandi. Við þetta bætast fjárhagsvandræðin, sem hafa leikið og stöðugt
leika hart hina stóru síldarkaupmenn. Árið 1888 verður líka Gjermund
Bengtsson frá Storð gjaldþrota, hann, sem hefur átt hús og landnóta-
útgerðir bæði í Eyjafirði og á Eskifirði.7
Islendingar horfa með blönduðum tilfinningum á hinar norsku síld-
1 Manntal Hólmasóknar.
2 Smári Geirsson.
3 Skattskrár Mjóafjarðar.
4 Reikningsbækur Mjóafjarðar.
5 Tollb. Skudeneshavn. Síldarsaga íslands bls. 112.
6 B. T. 13. jan., 19. og 24. febr. 1888.
7 O. Digernes.
12*