Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 103
MÚLAÞING
101
Nótabassinn Guthorm Nilsen Norem frá Karmóy var samtímis á
Seyðisfirði. Hann fékk nóg af íslandi og vildi gjarnan skipta um stað.
Þann 3. mars 1878 skrifaði hann verslunarfyrirtækinu Kóhler í Stafangri
og spurðist fyrir um hvort ekki vantaði bassa til Norður-Noregs um
sumarið: „Ég var síðastliðið sumar á íslandi fyrir Mandæli og sá um
rekstur þeirra, sem gekk vel. Ég hef nú fengið bréf frá þeim þar sem
ég er beðinn að koma aftur, en kona mín vill ekki að ég fari til íslands.
Þess vegna óska ég svars strax svo ég geti gefið Mandælum fullnaðar-
svar11.1
En það var nóg af mönnum sem vildu fara. Snemma sumars lágu
þegar mörg norsk síldarskip á Seyðisfirði, og í júlí var mokveiði. í
manna minnum hafði síldin aldrei komið svona snemma. Og síldin
hélt sig í firðinum fram á haust. Norsku fiskimennirnir fengu mjög
mikla veiði, minnst 3.000 tunnur á nótalag. Fyrir miðjan nóvember
héldu öll skipin heimleiðis drekkhlaðin.2
Hans Olsen Sundfór útgerðar- og síldarkaupmaður í Haugasundi
skrifaði danska konsúlnum í Björgvin 24. janúar 1879 og spurðist fyrir
um hvaða skilyrði hann yrði að uppfylla til að geta veitt og saltað síld
á Islandi. Sundfór átti mörg skip, sem voru í förm með síld norðanlands
og til Eystrasalts. Skonnortuna „Elisa“, nýsmíðaða, ætlaði hann um
vorið að láta hefja siglingar á sömu leiðum.3
Alþingi hafði fyrst sett lög um landnótaveiði árið 1871. Þar segir að
allir sem hafi rétt til fiskveiða í landhelgi, geti tekið síld í lás við land
annars manns, dregið inn nót, sett upp áhöld og saltað veiðina gegn
4% landshlut. Aðeins íslenskir ríkisborgarar hafa þennan rétt. - En
það var auðvelt að gerast íslenskur ríkisborgari. Sýslumaðurinn seldi
borgarabréf fyrir 4 krónur, verslunarborgarabréf kostaði 50 krónur.4
Nokkrum mánuðum síðar byrjaði Sundfpr að útbúa mikinn leiðangur
til veiða við Island með þremur af skútum sínum: galías „Oscar“ og
jaktirnar „Aarvak“ og „Enigheden“. Samtímis var annar íslands-
leiðangur undirbúinn í Haugasundi, foringi hans var Mons Lars Kro
í Bokn, með galías Haglands „Sylfiden“. Hinir þátttakendurnir voru
tengdasynir Mons Larsen: Arenth Anda, með galías „Skaanevig“,
Peder Amile með galías „Heimdal“ og Arne Lothe með j akt „Elisa“ ,5
1 Skjalasafn K0hlers.
2 Matthías Þórðarson bls. 90.
3 Skjalasafn Sundfðrs.
4 Matthías Þórðarson bls. 134 - 135.
5 Kr. Fr. Aralie.
7