Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 161
MÚLAÞING
159
sýslumanninum, að hann ætli að leggja skonnortunni í vetrarlægi.
Skipið fær legurými við Toppeyri, þar sem fleiri skip eru í vetrarlægi.
Sýslumaðurinn les bókina fyrir áhöfnina og allir undirrita. „Nordkyn“
dregur svo „Adoram“ til Toppeyrar. Þar er akkerum varpað, síldar-
tunnurnar fluttar yfir í galías „Venus“ og búið um sem best til vetrar-
legunnar. Hinn 13. nóvember fer skipstjórinn og áhöfnin um borð í
„Nordkyn“ til að komast heim. Stýrimaðurinn einn er eftir. Hann á
að vera á verði um borð allan veturinn.1
Galías „Stord“ ferst í síðustu ferð sinni frá Eyjafirði. Framsiglan
fellur í miklu illviðri og skolast útbyrðis. Áhöfnin verður að yfirgefa
skipið og er bjargað af galías „Vega“. Flakið af „Stord“ rekur seinna
til Flæsa. - Fyrstu daga desembermánaðar koma 12 Haugasundsskip
heim frá Eyjafirði, meðal þeirra er „Vega“ með skipshöfnina af
„Stord“. Mestan farm hefur briggskipið „Norden“, 2450 tunnur síldar.
- Síðustu í slandsfararnir hafa fengið góðan byr heim í norðanátt, skrifar
Karmsundsposten, en enn eru nokkur skip ókomin.2 Frá íslandi berst
tilkynning um, að Haugasundsjaktin „Albertine“ hafi farist í stormi
og snjóbyl sunnan við Vopnafjörð.3 Samkvæmt skeyti um Leith hafa
einnig tvær jaktir frá Haugasundi, „Karine“, eign O. M. Christiansen
og „Duen“, eign S. J. Ostensens, strandað á íslandi. Áhöfnum beggja
var bjargað.4
Alls höfðu norsku leiðangrarnir saltað 103.889 tunnur af Íslandssíld
árið 1883. Mestur hlutinn, 64.900 tunnur, fékkst í Eyjafirði. Það eru
58 síldartunnur á mann að meðaltali, miklu meira en árið áður, en
langt frá eins mikið og 1881 eða 1880. Verðið er að meðaltali þetta
árið 19 krónur fyrir tilslegna tunnu. Veiðin hefur yfirleitt skilað hagn-
aði, en þegar það er tekið með í reikninginn, að íslandsferðin tekur
hálft ár, er hagnaðurinn ekki mikill. - Hans O. Sundfór hefur árið
1883 gert út til veiða við ísland jaktina „Aarvak“ og galíasana „Oscar“,
„Ingeborg" og „Viktoria“. Nettóhagnaður er kr. 2.295.85, þar af kr.
327.97 á „Aarvak" og kr. 655.96 á hvern galías.5
Margir íslendingar eru gramir yfir framferði Norðmanna. Einar Ás-
mundsson, bóndi í Nesi við Eyjafjörð, skrifar Árna Thorsteinssyni 5.
nóv. 1883. Hann segir að í ár hafi fjöldamörg síldveiðiskip haft bæki-
' Pk. 5670. Hgsd. M.
2 K.posten 30. nóv. - 12. des. 1883.
3 B. T. 6. des. 1883.
4 K.posten 13. des. 1883.
5 Amtb. 1881 - 1885. Skjöl Sundfdrs.