Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 158
156
MÚLAÞING
Þá sjá þeir síld á Skjálfandaflóa og varpa akkerum við Flatey. Hér
tekur Abraham á leigu sjávarlóð þar sem hann getur saltað síld. Hann
kemur fyrir eldavél í landi og hefur „rjúkandi skorstein“. Hann reisir
staurabryggju. Abraham er 37 ára að aldri, hugdjarfur maður. Hér
liggur hann og nótalag hans fyrir opnu Norður-íshafinu, kastar á síld
og saltar og selur jöfnum höndum. Mörg skip koma við í Flatey og
taka síldartunnur.1
Loks um miðjan september leita síldartorfurnar nær landi og veiðin
hefst í Eyjafirði. Um kvöldið 16. september eru mennirnir á „Adoram“
úti í bátunum og fá dálítið af síld í lás. Nótalögin kasta með ströndinni
beggja vegna fjarðarins. Síðan er tekin upp síld og söltun hefst. Þegar
hinn 25. september fer gufuskipið „Erik Berentsen“ heimleiðis með
fullfermi af síld, 2.500 tunnur. Skipið er tollafgreitt í Stafangri 2. októ-
ber. Skipstjórinn segir góða síldveiði í Eyjafirði. Fyrirtæki G. A. Jona-
sens og þrotabú Kphlers hafa einnig saltað mikið af síld. „Erik Berent-
sen“ hefur meðferðis bréf til margra Haugasundskaupmanna, allir
greina frá stærri eða minni lásum og góðum veiðihorfum.2 Jakt Egge
„Gottfrid" var hlaðin á sama tíma og hélt heim á leið með 630 tunnur
og nokkuð af fiski, en hreppti storm og varð að taka land í Álasundi
og halda þaðan heim til Haugasunds með ströndinni.3
Hinn 4. október verður hlé á síldveiðinni. „Adoram“ siglir lengra
inn á fjörðinn. Skipstjórinn finnur legupláss við austurströnd fjarðarins
gegnt Oddeyri. Þar er legið 5. - 8. október, síld söltuð, tunnur slegnar
til og búlkaðar. Svo er aftur haldið út fjörðinn, akkerum varpað skammt
fyrir innan Hrísey, við Litlaskógssand.
Allir vona að síldin komi aftur upp við tunglfyllingu. Umhverfis
Hrísey liggja yfir 100 seglskútur tilbúnar að taka á móti. Síldar er
vænst úti í fjarðarmynninu, hún gengur ekki inn í fjarðarbotn eins og
fyrir tveimur árum. - Strax og vart verður við fugl og hval við Látra-
strönd norðaustur af Hrísey, eða í Svarfaðardalsvík og inni við Hellu-
höfða vestan og sunnan við Hrísey, er siglt og róið í kapp til móts við
torfurnar, oft yfir 100 nótabátar. Fiskimennirnir reka síldina að landi,
þeir kasta grjóti, skvetta úr austurtrogum, lemja með skimlum, allir
æpa og góla fullum hálsi, síðan renna næturnar út ein við aðra. -
Margir íslendingar fylgjast gramir með þessu. Þeir telja að hafsíldin
1 K. Karlsen.
2 Pk. nr. 5670. Hgsd. Museum. B. T. og K.posten 3. okt. 1883.
3 B. T. 15. og 27. okt. 1883.