Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 130
128
MÚLAÞING
expedition" með skonnortur Rpnnevigs „Adoram“ og „Heimdal“ og
jaktina „Maagen“, skonnortu Blixhavns „Mpnstre" og skonnortu
Smedvigs „Skjold“ og jaktina „Gottfrid11.1 Osmund L. Gjerde og bræð-
urnir Egge senda saman nótabrúk með jaktirnar „Favorit“ og „Niels“.
Annars hefur hver einstakur útgerðarmaður oft helmingi meiri útbúnað
á íslandi en árið áður. T. d. hefur leiðangur Odlands, Kongshavns og
Amlies, sem í fyrra reistu hús á ísafirði, skipst í þrjá leiðangra þetta
sumar. Þeir ætla að reisa sitt húsið hver á Austfjörðum.2
Einnig á Karmpy er meiri viðbúnaður til veiða við ísland. í ár fara
þrjú skip frá Kopervik og tíu frá Skudeneshavn.
Stærsti leiðangurinn frá Stafangri samhliða Kphler, er frá Lars Ber-
entsen með skonnorturnar „Lagos“ og „Ansgarius", galíasana „Riga“
og „Affaire“ og eina jakt. Annars eru þátttakendur í fyrsta sinn: Jacob
Spmme með jaktina „Alken“, og Ole Hodne með galías „Nornen“.2
Frá Sandnes sigla þrír galíasar með nótabrúk til íslands.3
í Flekkefjord er þetta vor stofnað íslandsfélag, sem sendir leiðangur
til veiða við ísland með nótabrúk og fjórar seglskútur. Útgerðarmenn
eru S. Hansen Sunde í Flekkefj ord með galías „Elektra“, Peder Kj elles-
vig í Flekkefjord með galías „Sella“, Lars A. Larsen á Hidra með
jaktina „Rosendal“ og Olaus Bakken í Ána-Sira með jaktina „Elven-
sire“.4 Skúturnar fjórar hafa alls meðferðis 3.000 - 4.000 tunnur og
fullbúna söltunarstöð með tveimur timburstofum, þar sem eru eldun-
arofnar og önnur áhöld. Þeir halda til Haugasunds og taka þar nætur
og báta.5
Gjermund Bengtson og Ivar Fpyn á Storð búa tvö landnótabrúk til
íslands, annað með galías „Stord“, og jaktirnar „Helene“ og „Elisa-
beth“, hitt með skonnortubriggskipið „Sigurd“ og jaktina „Helga“.
Skipstjóri frá Stavanger skrifar frá Seyðisfirði 21. júní, að hann hafi
verið þar í þrjár vikur, en enn er engin von um veiði. Vetrarharðindin
og allt leysingavatnið í fjörðunum koma í veg fyrir göngu síldarinnar.
En hér eru mörg skip, oft halda þau sig í hópum fyrir utan fjarðar-
mynnið, en þegar birtir svo upp, að þau fái landkenningu, koma þau
inn mörg saman. Þessa dagana liggja hér á firðinum tvær danskar
verslunarskonnortur, og eitt danskt herskip og annað franskt, tvær
1 Rönnevigs o. fl. skjöl.
2 K.posten skipaafgreiöslulistar 1881.
3 K.posten 20. 6. 1881.
4 K. Bakken.
5 Agder 24. 6. 1881.