Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 192
SIGURÐUR MAGNÚSSON
PÝDDI OG JÓK VIÐ
Lomber
Lomber er eitthvert elsta spil í Evrópu og er upprunnið á Spáni í byrjun 14. aldar eftir
því sem menn best vita. (L’hombre er spænskt orð og þýðir maður). Síðan breiddist lomber
út, fyrst til Frakklands og svo um alla Evrópu. Á 19. öld var lomber eitthvert vinsælasta
og mest dáða spil, sem þá var þekkt, og nálega eina spilið sem spilað var á flestum heimilum
á löngum vetrarkvöldum. Lomber var nær eingöngu spilaður af karlmönnum og er það í
nokkurri mótsögn við móðins spilið bridds, sem konur taka nú þátt í af miklum dugnaði.
Fjöldi spilamanna
Lomber er spilaður af 3 eða 4
mönnum, en er þó eiginlega þriggja
manna spil. Þegar fjórir spila, situr
einn af þeim yfir, sem svo er nefnt, og
tekur ekki þátt í spilinu.
Sæti spilamanna við borðið eru
ákveðin þannig, að lögð eru þrjú eða
fjögur spil, eftir fjölda þátttakenda,
þannig á borðið að framhliðin snýr
upp, fyrir sæti hvers og eins (t. d.
hjarta, spaði, tigull, lauf). Síðan draga
spilamennirnir spil úr stokknum, og
það spil, sem dregið er, ákveður síðan
sæti hvers og eins spilamanns eftir lit
og tegund.
Sá sem dregið hefur spaða, á að gefa
og sá spilamaður, sem situr vinstra
megin við hann, á að „draga“, þ. e.
að skipta stokknum. Gefið er á móti
sólu og aðeins gefin spil til þriggja
spilamanna. Þegar fjórir spila, situr
einn yfir, og er það sá sem situr á móti
þeim sem gefur. Hann stokkar þá hin
spilin, því þá er venjan að nota tvenn
spil, og leggur þau sér til vinstri
handar, svo að þau eru tilbúin til næstu
gjafar. Þrjú spil eru gefin í einu, þang-
að til hver spilamaður hefur fengið 9
spil og þau 13, sem eftir eru, lögð á
borðið í stokk.
Spilin
Spilað er á 40 spil. Maður fjarlægir
frá venjulegum 52 spilum átturnar, ní-
urnar og tíurnar.
Gildi spilanna
í hverjum lit eru 10 spil. Erfiðast er
fyrir byrjendur að muna röð spilanna,
sem getur haft breytilegt gildi meðan
spilað er.