Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 33
MÚLAÞING
31
mýri. Það mátti heldur ekki seinna vera því að morguninn eftir ætlaði
Sigurður af stað.
Það sem af var ferðinni hafði veðrið alltaf verið gott, engin úrkoma
og oftast sólskin, en daginn, sem fara átti frá Fagurhólsmýri, fór að
rigna. Það var ekki hátt á mér risið þegar farið var að tína saman
regnföt og klæða mig í þau. Þá fyrst datt mér í hug að ég hefði víst
átt að búa mig betur undir ferðina. Ekki þýddi að láta það á sig fá,
og við Sigurður héldum af stað og einhverjir tveir aðrir sem ég vissi
ekki hvað hétu. Þegar við komum austur að Jökulsá á Breiðamerkur-
sandi mættum við Þorsteini á Reynivöllum. Hann var að fylgja fólki
út yfir. Það var með ráðum gert að hóparnir mættust þarna. Það var
víst siður h j á þessum mönnum að hugsa dálítið áður en lagt var af stað.
Þorsteinn sneri nú aftur með okkur, en ekki var farið yfir ána heldur
farið upp á jökulröndina og þannig krækt fyrir hana. Það er kallað að
fara á undirvarpi.
Mér kom það á óvart, að þegar komið var að jöklinum þá var hann
lægri en aurinn fram undan honum, og við urðum að teyma hestana
á snið niður aurölduna og niður á jökulinn. Auraldan var mjög blaut
og hestarnir óðu djúpt í efjunni. Þorsteinn sagði okkur að nokkrum
dögum áður hefðu þeir verið rétt búnir að missa þarna hest. Hann
hefði legið í aurnum og ekki ætlað að hafa sig upp úr, svo hefði sprungið
úr brúninni upp af honum og aurskriðan stefnt á hann, en þá rykkti
hann sér upp úr og komst undan. Við fetuðum okkur eftir jöklinum,
sem var sléttur að mestu en mikið sprunginn. Sprungurnar voru ekki
breiðari en svo að auðvelt var að stíga yfir þ’ær og hestarnir hikuðu
ekki við að fylgja okkur eftir. Síðan var haldið niður á sandinn aftur.
Þá var eftir að komast yfir eystri kvíslina. Mannfólkið fór á ferju en
hestarnir syntu. Fátt markvert gerðist það sem eftir var dagsins. Við
komum við á Reynivöllum og héldum svo áfram sem leið lá austur á
við. Gist var á Kálfafellsstað og þegar við komum austur á Mýrar
daginn eftir þá bað ég Sigurð fyrir hestinn en varð sj álf eftir á Mýrunum,
því þar átti ég vinum að mæta.
Tvær nætur var ég þar um kyrrt og síðan var mér fylgt austur yfir
Hornafjarðarfljót og að Stapa í Nesjum. Þar bjó frændfólk mitt og þó
að það væri mér í rauninni ókunnugt þá lét það mig njóta ættingja
minna og sameiginlegra kunningja.
Nú var farið að styttast heim að Berufirði og ég hafði ætlað mér að
komast þangað landveginn, en nú lá við að ég guggnaði. Ég gætti þess
vandlega að láta ekki Stapafólkið vita hvað ég hafði í huga. Ég þóttist