Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 16
14
MÚLAÞING
og svo það frá Aðalbóli og eins Gunnar fóstbróðir minn, það var að
fara á ball út í Eiríksstaði meðan ég var unglingur á Vaðbrekku.
Hver var kennarinn?
Það var Gunnar Magnússon. Hann var bróðir hennar Guðrúnar
hérna Magnúsar. Og Vigfús Sigurðsson, hann var kennari. Og Stefán
heitinn Stefánsson. Þeir voru allir kennarar þarna á þessum bæjum.1
En lífið þarna að öðru leyti, það hefur ekki verið mjög tilbreytinga-
samt?
Onei. Það gengu allir að þessum sömu störfum, að hirða skepnur
og fleira - og kvenfólk við tóskap. Það voru beitarhús og vinnumaður-
inn passaði þar alltaf féð.
Það hefur þá ekki orðið mikil breyting á við að fara í Eiríksstaði?
Onei, það var sama þar, unnið þar á kvöldin'svona alltaf. Annars
var alltaf mikill gestagangur á Eiríksstöðum, mest á sumrin og þá um
helgar.
En manstu hvað lestaferðir tóku marga daga? Var þá skipt við Vopna-
fjörð eða farið að skipta við Seyðisfjörð?
Jón Snædal skipti við Vopnafjörð þegar ég var þar. Það var farið út
á Vopnafjörð á veturna með sleða. Ég man nú ekki hvort það var eftir
að ég kom þar - en fyrsta sumarið sem ég var fór Jón sjálfur með
ullina á Vopnafjörð. Þá fór ég með honum af því að hann var fatlaður.
Það þótti mér voðalega mikil sportferð. Það var í fyrsta skiptið sem
ég kom í kaupstað og til sjávar. Ég vissi ekkert hvað það var þegar
ég kom á Vopnafjörð og sá bátana úti á sjónum.
Manstu hvaða ár þetta var?
Nei, ekki man ég það nú fyrir víst, en þetta var mikið ævintýri. Við
fórum að heiman klukkan 10 að kvöldi, og við komum í Bustarfell
klukkan 4 daginn eftir. Þá vorum við náttúrlega búin að hvíla áleiðinni.
Við byrjuðum að hvíla á Víðirhólum,2 eyðibýli sem er frá Hákonarstöð-
um, og síðan fórum við á Tunguheiði. Þá var farið beint út Tunguheið-
ina og komið niður í Tungusporðinn innan við Bustarfell, vegleysa þar
niður, og síðan út hjá Einarsstöðum og þar yfir Hofsá. Við stoppuðum
á Bustarfelli, og ég man að ég var ekki fyrr þangað komin og sest
niður en ég var sofnuð. Þar bjó Methúsalem, og ætli Ólafur og Oddný
1 Gunnar var úr Fljótsdal og Vigfús líka, hinn síðarnefndi frá Egilsstöðum þar. Vigfús var
orðlagður hagleiksmaður og ágætur teiknari, og báðir þóttu þessir Fljótsdælingar góðir
söngmenn. Stefán Stefánsson var frá Sænautaseli í Jökuldalsheiði, kennari víða um land,
á Jökuldal 1910- 1911.
2 Býli í Jökuldalsheiði, í eyði frá 1905.