Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 142
140
MÚLAMNG
hjálpa þeir bændum að moka burt snjónum, sem er tveggja álna djúpur,
svo hungraður búsmalinn nái í lyng og mosa. - Seint í júlí leysir ísinn
mátulega til að skúturnar komist til Akureyrar. Menn verða að ýta
skútunum áfram milli þykkra ísjaka. Strax á eftir pressast ísinn aftur
saman, stöðugur kaldi og stormur blæs af norðri, svo skip og bátar eru
innilokuð í firðinum þar til í september.1
í Noregi er safnað fé íslendingum til hjálpar. Með gufuskipinu
„Nordkap“ sendir Lehmkuhl kaupmaður mjöl til þeirra, sem nauð-
staddir eru. Sonur hans, Kristoffer Lehmkuhl er með skipinu og stendur
fyrir úthlutuninni. Skipið kemur fyrst til Eskifjarðar og til Akureyrar
kemur það síðast í júlí. Þar frétta þeir að neyðin sé mest á Suðvestur-
landi. Lehmkuhl sendir þá landshöfðingjanum í Reykjavík 500 krónur.2
Allir norsku leiðangrarnir, sem hafa hús á Austfjörðum, ná til
ákvörðunarstaða í júní og byrjun júlí. Þeir síðustu eru heppnir með
veður á leiðinni. Askeland skipstjóri á galías „Heimdal“, skrifar útgerð-
armanninum Peder Amlie frá Eskifirði 10. júlí og segir að „við fengum
ágæta ferð, hæg veður og góðan byr alla leið. Við komum hingað í
gærmorgun eftir 5 sólarhringa. Hér er enginn orðrómur um síld ennþá,
en sagt er að síld sé í fiski, sem veiðist úti fyrir Fáskrúðsfirði. Ég verð
að segja yður, að Dina og Heimdal höfðu samflot allan tímann svo
við gátum talast við daglega." Askeland skýrir einnig frá því, að þeir
fái að starfa á sama hátt og í fyrra, en í ár verði allir að búa í landi
og á Eskifirði nota þeir nafn (Mons) Larsens. Húsið á Fáskrúðsfirði
er óskemmt. Þeir hafa nú fengið tollafgreiðslu og halda til Fáskrúðs-
fjarðar strax og mögulegt er ásamt „Dina“, jakt Amlies.3
Á Norðfirði hefur leiðangur O. A. Knudsens bækistöð sína með
skonnortuna „Anny F0yen“ og galíasinn „Regres“, og íslandsfélagið
frá Flekkefjord með jaktina „Rosendal“ og galíasana „Sella“ og
„Elektra“. í ár reisir H. J. Svendsen frá Kopervik nýtt, norskt hús á
Nesi í Norðfirði „til afnota fyrir þá, sem stunda fiskveiðar í hans
nafni.“4 Sami maður á hús fyrir á Mjóafirði. - Stafangursbúinn Ole
Hodne, sem sumarið áður byggði sjóhús á Seyðisfirði, kemur þetta ár
upp húsi á Eskifirði fyrir utan bækistöð Odlands, á Svínaskála.5
Á Mjóafirði er örðugt um húsagerð þetta sumar. Þrír útgerðarmenn
1 Arnór Sigurjónsson: Einars saga Asmundssonar.
2 B.posten júlí - ágúst 1882.
3 Skjöl Amlies.
4 Smári Geirsson.
5 Einar Bragi: Eskja 1971.