Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 81
MÚLAÞING
79
kjötsát í hallærum. Jófríður er í flokki þeirra sem sigruðu viðbjóðinn
þegar að svarf. Ekki er ljóst hvort hungur hennar var á því stigi að
um lífið væri að tefla, en ótrúlegt að svo hafi verið. Það er varla
hugsanlegt að vinnukonukind væri svelt til dauðs þegar annað heimilis-
fólk er fært um að fara í kirkju, og engin banhungruð manneskja
gengur bæjarleið, þótt stutt sé, sker bita úr hrosshræi, fer með heim,
sýður og etur. Líklegt er að hún hafi ekki haft sterkan viðbjóð á
hrossakjötinu og hugsað til þeirra sem átu það án þess að verða meint
af. Hrossið var sjálfdautt og var búið að liggja úti 4 - 5 mánuði, frá
því „snemma um veturinn“ segir Sigmundur, líklega frosið löngum og
því óskemmt að mestu, og á þessum tíma og miklu lengur bauð mönn-
um ekki út af fyrir sig við kjöti af sjálfdauðu, enda ástæðulaust ef ekki
var um annað að ræða en að skepnunni blæddi ekki. Kjöt af pestar-
skrokkum hins vegar ógeðfelldara, jafnvel þótt nýlegt væri. Það má
ætla að húsbónda hennar hafi þótt sökin nokkuð margföld. í fyrsta
lagi brýtur hún trúarlegt bann, í öðru lagi á stórhátíð, í þriðja lagi
hnuplar hún kjötbita sem hægt var að nota í gripi (hrossakjöt var
brytjað í kýr) og í fjórða lagi gefur hún illt fordæmi.
Það er ljóst að almenningur við kirkju í Ási hinn týnda en ekki
gleymda dag er mótfallinn refsingunni, en veitir þó ekki virka mót-
spyrnu. Bessi hreppstjóri var yfirvaldið og húsbóndi stúlkunnar og með
húsagatilskipunina í fórum sínum. Hreppstjórar virðast hafa farið með
eins konar dómsvald í þessum húsagamálum. Hér verður hann sjálfur
að annast framkvæmdir - böðulsstarfann. Lítið er um Bessa kunnugí
og allsendis óvíst er með hvaða hugarfari hann gekk að verki. Líklega
hefur honum ofboðið tiltæki stúlkunnar, en þó má ætla að refsingin
væri á lögð fyrst og fremst öðrum til viðvörunar. Hvað gat almenningur
leyft sér ef hann, sjálfur hreppstjórinn léti óhegnt er vinnukona á
heimili hans kæmist upp með slíka óhæfu? Það er ólíklegt að refsigleði
hafi bærst í brjósti hans þótt hann notaði hreppstjóraróminn.
Stúlkan reynir að streitast á móti. Hún óttast gapastokkinn, þjáningu
sem hann veldur ofan á harðréttið - og smánina. Þó er bót í máli að
kirkjugestirnir standa með henni, afskiptalausir en vorkunnsamir, en
fyrst og fremst streitist hún á móti atvikinu og stundinni sem aldrei
mun úr minni líða, hún er og verður konan sem í gapastokknum var.
Ef hún hefði iðrast yfirsjónarinnar einlæglega hefði hún ekki haft í
frammi „sperringar“.
Það er að sjálfsögðu árangurslaust að fullyrða mikið um tilfinningar
sakbornings og böðuls á þessari hvítasunnuhátíð í Ási. Og atvikið