Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 76

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 76
74 MÚLAÞING Jófríður var dóttir hjóna í Skriðdal, á Borg þar í sveit 1779. Magnús Guðmundsson hét faðir hennar og móðir Ingibjörg Jónsdóttir. Þau hjón áttu fimm börn saman og var Jófríður næstelst. Magnús á Borg dó 1780 eða 1781 stendur í Ættunum, og er Jófríður þá 16 ára eða þar um bil. Magnús átti einnig Eirík bónda á Víðilæk og Haugum í Skriðdal, f. um 1747, fyrir hjónaband. Sigmundur fullyrðir að Jófríður hafi verið niðursetningur á Ormars- stöðum hjá Bessa og Málmfríði, en í Ættunum er hún sögð vinnukona. Það er líklegra, því að 1779 er hún heima á Borg 15 ára, ári eða tveimur áður en faðir hennar deyr, og hún fer varla strax þá-í Ormarsstaði, því að 1782 er hún með móður sinni og yngrí systkinum á Hryggstekk í Skriðdal. Þá er hún 17 ára, Guðbjörg 12 ára, Magnús 6 ára og Guðbrandur yngstur eins og hálfs árs. Jón elsti bróðir þeirra er þar ekki og er talið í Ættunum að hann hafi látist ungur. Mjög líklegt er að fjölskyldan hafi þurft á sveitarstyrk að halda eftir að húsbóndinn og ef til vill elsti sonurinn voru fallnir frá. I elstu hreppsbók Skriðdals- hrepps (1788 - 1819) er Guðbrandur í upphafi bókarinnar sveitarómagi í Eyrarteigi í Skriðdal. Sóknarmannatöl Þingmúla vantar frá árunum 1783 og 1784, en 1785 eru Ingibjörg og börn hennar horfin úr tali. Elsta sóknarmannatal Ássóknar hefst ekki fyrr en 1825 og sést því ekki í þessum tveimur tölum hvenær Jófríður hefur farið í Ormarsstaði, en líklegt að það hafi verið 1783 eða 1784. Ekkert að undanskilinni staðhæfingu Sigmundar Long bendir til að Jófríður hafi verið niðurseta á Ormarsstöðum og er harla ólíklegt um nær tvítuga stúlku, sem tekur sér slíkt fyrir hendur sem í þættinum er greint frá, enda lýsir Sigmundur henni svo: „Var frá náttúrunnar hendi efnisstúlka, en mögur og illa haldin eins og oft átti sér stað um niðursetur á þeim árum og lengi eftir. “ Hér virðist mega lesa milli lína að Jófríður hafi mátt þola skort vegna nirfilsháttar Bessa. Slíkt er hugsanlegt og ekki sæmir nútíma- mönnum að rengja hina eldri sem þetta fyrirbæri þekktu. Þó gat annað komið til en níska. Það er ljóst, m. a. af riti Þorvalds Thoroddsens Árferði á íslandi (Kh. 1916 - 1917) að lífskjör hafa oft verið með ódæmum síðasta fjórðung 18. aldar sökum harðinda, náttúruhamfara og sóttafars. Verstu árin voru áreiðanlega slík að stutt gat orðið í matföngum á Ormarsstöðum, enda þótt þar byggi Bessi auðgi. Menn eta ekki ríkisdali og ekki heldur 20 hundraða jörð ef búskapur bregst svo að matföng þrýtur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.