Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 96
94
MÚLAÞING
NORSKIR BRAUTRYÐJENDUR Á ÍSLANDI
Þegar Kristján 4. lögleiddi konunglega einokunarverslun á íslandi
árið 1602, varð landið bannsvæði fyrir alla aðra en þau dönsku verslun-
arfyrirtæki, sem fengu verslunina á leigu um árabil. í næstum 200 ár
var ísland einangrað og fátækt. Loksins árið 1787, afnam konungur
einokunina. Eftir það var sérhver borgari hins dansk-norska ríkis frjáls
að því að setjast að í íslenskri höfn til þess að reka þar verslun og
fiskveiðar.
Þegar vorið 1788 kom slúppskip frá Björgvin, „Alken“, til Eskifjarð-
ar. Með því var George Wallace, kaupmaður. Hann hafði vörur með-
ferðis, var um kyrrt í nokkrar vikur og verslaði. Síðan hélt „Alken“
til fiskveiða, og lagði út frá Eskifirði í ágúst hlaðin saltfiski, lýsi og
ullarvörum. Næsta ár keypti Walace jörðina Lambeyri og reisti þar
hús (Norska húsið, fyrsta húsið, sem byggt var í Eskifjarðarkaupstað).
í fjögur ár kom „Alken“ til Eskifjarðar með verslunarvöru, og síðan
hélt áhöfnin skipinu til fiskveiða. En haustið 1791 fórst skipið á leið
frá íslandi og Wallace seldi eign sína á Eskifirði.1
Jochum Brinck Lund, útgerðarmaður í Farsund notfærði sér einnig
fríverslunarleyfið þegar hann sendi skip til þorskveiða við ísland upp
úr 1790. Þau höfðu árum saman bækistöð sína í Hafnarfirði. Tveir
fiskimannanna höfðu með sér heim bréf frá landshöfðingjanum dagsett
á Bessastöðum 25. september 1801. Þar segir að þeir „einnig með
fulltingi meðfluttra síldarneta veiddu og niður söltuðu hér í Hafnarfirði
töluvert magn síldar, sem á allan hátt getur jafnast á við hina bestu
norsku eða svokallaðaflæmsku síld“. -Þetta var síðasti íslandsleiðang-
ur Brinck Lund. Siglingaleiðir lokuðust á meðan Napoleonsstríðið stóð
yfir. 2
Þessir fyrstu norsku verslunar- og fiskveiðileiðangrar til íslands voru
farnir þegar vorsíldin hafði horfið frá Noregsströndum. Vorsíldveiðin
hafði á átjándu öld þróast í mikilvægan atvinnuveg, saltsíldin var orðin
eftirsótt vara. Upp risu fiskiþorp með söltunarhúsum og verslunarstaðir
í vorsíldarhéruðunum með norsku ströndinni, fiskimenn og síldar-
verkamenn fengu verslunarvörur og peninga í aðra hönd. En velmeg-
uninni lauk þegar síldin hvarf 1784.
Eftir friðarsamningana 1814 rofnaði samband Danmerkur og Noregs.
Þar af leiðandi áttu norskir verslunarmenn og fiskimenn ekki lengur
1 Einar Bragi 1977: Eskja 2. b. bls. 362 og áfram.
2 Norsk Fiskeritidende 1883 bls. 124.