Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 9
MÚLAÞING
7
hverjir útlendingar? Hverja átti ég að hafa með? Ég gat langoftast séð
hvort fólk var fætt hérlendis eða erlendis og tók þá stefnu, að sleppa öll-
um sem fæddir voru utan landsteinanna. Hinir teljast Islendingar í þess-
ari þulu. Árið 1703 bar yfirgnæfandi meiri hluti fólks í Suður-Múlasýslu
nöfn af germönskum uppruna, flest norræn. Þvílík nöfn hef ég í A-
flokki, og voru mörg tíðkuð allt frá landnámi. Dæmi um germönsk nöfn
eru Guðrún, Hallur, Lukka og Hinrik. í þessum flokki voru um 87%
nafna og naumast teljandi munur karla og kvenna. Hins er að gæta, að í
hópi þeirra nafna, sem af öðrum uppruna voru, gat verið margt fólk, t.d.
allur sá mikli fjöldi karla er bar nafnið Jón. Önnur nöfn en germönsk (B-
tlokkur) voru helst grísk, latnesk, keltnesk eða hebresk. Sum voru
blönduð, t.d Kristborg, eða uppruninn var óvís, svo sem Mekkín. Þegar
fram í sótti, færðist í vöxt að setja latneskar eða einhvem veginn fram-
andi endingar á germanska orðstofna og verða slíkar samsetningar hafð-
ar í /i-ílokki. Dæmi um það er Ólafía.
Nöfnin í ZMlokki voru svo fá í Suður-Múlasýslu 1703, að mér þykir
rétt að telja þau upp. í sviga er þá reynt að segja frá uppruna þeirra með
auðskildum skammstöfunum: Alexandur (gr.), Anna (hebr.), Antoníus
(lat.), Benedikt (lat.), Bríget (kelt.), Elín (gr.), Elísabet (hebr.), Emerentí-
ana (lat.), Jakob (hebr.), Jens (hebr.), Jóhann (hebr.), Jón (hebr.), Katrín
(gr.), Kristborg (bl.), Kristín (gr.), Magnús (lat.), Margrét (gr.), Marín
(lat.), Markús (lat.), Marteinn (lat.), Mekkín (óv.), Nikulás (gr.), Páll
(lat.), Pétur (gr.), Rakel (hebr.), Sesselja (lat.), Símon (hebr.), Stefán
(gr.) og Tómas (gr.).
Mörg þessara nafna vom fyrir löngu komin inn í málið, svo sem dýr-
linganöfnin Jón, Páll og Sesselja, og höfðu að flestu leyti selt sig undir
lögmál íslenskrar tungu og áunnið sér ótvíræðan þegnrétt.
Nú skulum við hyggja að því hver voru algengust nöfn með Sunn-
Mýlingum 1703, með þeim fyrirvara sem gerður er í inngangsorðum:
A) Konur:
1. Guðrún 152
2. Margrét 71
3. Sigríður 56
4. Ingibjörg 49
5. Kristín 41
6. Þuríður 34
7.- 8. Guðný 33
7.- 8. Ragnhildur 33
B) Karlar:
1. Jón 172
2. Eiríkur 48
3. Bjami 46
4. Sigurður 44
5. Einar 41
6. Þorsteinn 26
7. Magnús 25
8. Guðmundur 24