Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 192
190
MULAÞING
Bjarna á Veturhúsum hefur gengið illa að heyja í sumar. Það versta er
að hann á úti ennþá um 70 heimflutninga, og einnig á hann lítið af þurru
heyi.
Bílvegurinn sem var ruddur í fyrra er góður, og þurfti hann litla við-
gerð eftir þennan fyrsta vetur. Hann liggur frá Skjöldólfsstöðum í Lón
[Rangalón] og norður til Möðrudals. Eg flyt mínar vörur frá Reyðarfirði
í Lón. í sumar keypti ég mér nýjan bát á Eskifirði og flutti hann á bíl í
Lón. Fyrirtaks bátur, kostaði 130 krónur.
Mig langar hér aðeins að bæta við umsögnina um veturinn 1935-36,
sem var mjög óhagstæður Heiðarbúum eftir óhagstætt tíðarfar sumarið
áður:
Á milli jóla og nýárs 1935 gekk í norðaustan stórhríð sem stóð fram
yfir áramótin. Hlóð niður miklum snjó, en þó var ekki mikið frost. Þegar
veðrið gekk niður, kom í ljós að tekið hafði fyrir alla jörð sökum harð-
fennis, og kom það sér nú illa fyrir bændur í Heiðinni að þurfa að hafa
allt sitt fé á húsi um ófyrirsjáanlegan tíma, ekki síst af þvr hve heyskapur
hafði verið erfiður sumarið áður. Þegar á leið og ekki kom hlákubloti
fóru menn að spara heyin eins og kostur var, og sumir bændur á Dal
fengu kjarnfóður til að drýgja hey sín, en ekki hef ég haft spumir af að
Heiðarbændur hafi getað gefið kjarnfóður með heyjum sínum, og var
orðið mjög tæpt með hey víða. Harðindi þessi héldust svo það sem eftir
lifði vetrar. En svo brá til betri tíðar með sumarkomu, og voru þá margir
orðnir heylausir eða á síðasta stráinu. Eftir það var allgott vor, og snjór
hvarf á fáum dögum.
1939-41: Um sumarið 1939 er það eitt að segja að það var með ein-
dæmum gott, og veturinn á eftir varð í heild sæmilegur og fjárhöld góð.
Vorið 1940 varð gott, og fyrsta sunnudag í sumri var kindum sleppt. Þó
voru fannir til og frá í giljum og drögum, og ís var þá enn á vötnum, en
flóar voru hins vegar auðir.
Á sumardaginn fyrsta var haldið ungmennafélagsball í Hjarðarhaga.
Þegar á leið sumarið 1940 brá til verri tíðar og sumarið var kalt og tíð
til heyskapar fremur óhagstæð. Heyfengur á Seli varð þó sæmilegur, og
mun svo hafa verið víðast hvar.
Frost komu þó strax í ágústmánuði, og í byrjuðum október hlóð niður
snjó, en skánaði aftur og tók upp snjóinn að mestu. Veturinn varð svo
góður til hátíða, lítill snjór, en hins vegar töluverð svellalög, en annars
eins og sumartíð. 10. janúar 1941 var ekkert farið að gefa fé á Seli eða