Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 32
30
MÚLAÞING
á öldum fyrr, og Gunnar Gunnarsson gerði sitt til að vekja það af svefni
með Ormari Örlygssyni í Sögu Borgarættarinnar. I Sturlungu er enginn
Ormar nefndur, en í manntalinu 1703 reyndust vera tveir á landinu öllu,
annar í Norður-Múlasýslu, hinn í Skaftafellssýslu. Arið 1801 var nafnið
ekki til, en 1845 skrást tveir, báðir Austfirðingar: Ormar Eiríksson
vinnumaður í Höfn í Borgarfirði, 43 ára, og í suðursýslunni Ormar
Sveinsson í Sauðhaga á Völlum, níu ára, bóndasonur skírður eftir föður-
föður sínum. Síðan bættist annar Sunn-Mýlingur við, en ekki sést nafn
hans í manntalsskrá Sigurðar Hansens 1855. En svo versnaði, og enginn
íslendingur hét Ormar 1910. Árin 1921-50 hlutu 12 sveinar Ormars-
nafn og í þjóðskrá 1989 eru þeir 14, og skiptist þar jafnt milli fyrra og
síðara nafns.
Siggeir er fornnorrænt hermanns eða kappaheiti. Eg sé fyrir mér sigur-
sælan höfðingja, vopnaðan góðu spjóti. Merkilegt er að nafnið var sjald-
gæft. Miklu frægastur úr fornum bókum er Siggeir í Völsungasögu.
Hann var að vísu vondur maður. Enginn Siggeir er í Landnámu, enginn í
Sturlungu, né heldur í manntölunum 1703 og 1801. Þetta er varla ein-
leikið. En svo tekur landið loks að rísa, og það austanlands. Árið 1845
heita þrír menn Siggeir. Elstur þeirra er Siggeir Pálsson, þrítugur bóndi í
Dölum í Fáskrúðsfirði, næstur að aldri Siggeir Friðfinnsson léttapiltur á
Rauðshólum í Vopnafirði, 15 ára, og síðan er bamungur drengur vestur
á Kóngsbakka í Helgafellssveit. Þar með er nafninu borgið, fjölgar í 12 á
tíu næstu árum og síðan hægt og bítandi. I þjóðskrá 1989 eru 37, og
heyrir til undantekninga, ef Siggeir er ekki einnefni.
Og þá kemur hið stórmyndarlega nafn Siggerður. Nú mætti ætla að
það væri fornt (=sigursæl verndarvættur) en þessu er víst ekki að heilsa.
Engar heimildir eru til um nafnið fyrr en á 19. öld, og virðist hafa verið
smíðað í Suður-Múlasýslu. Árið 1845 er Siggerður Jónsdóttir þriggja ára
mær, bóndadóttir á Vattarnesi í Fáskrúðsfirði. Ekki verður í fljótu bragði
fundin skýring á tilkomu nafnsins, sé litið á nánustu skyldmenni hennar,
nema þá að móðir hennar hét Valgerður, og má svo sem segja að merk-
ing nafnanna sé áþekk, og svo hrynjandi hin sama. Tíu árum seinna voru
Siggerðar í Suður-Múlasýslu orðnar tvær, og árið 1910 voru sjö á öllu
landinu, fimm þeirra fæddar í Suður-Múl. Nú eru í þjóðskránni að
minnsta kosti 13. Ekki eru þær fleiri austanlands en annarstaðar.
Nafnið Sœbjörg var lengi nær því einskorðað við landið austan- og
suðaustanvert. Menn hafa heilmikið velt fyrir sér uppruna þess og tilurð.
Kemur það til af því, að um það eru engar fornar heimildir, en varð
hreint ekki óalgengt snemma, bæði í Noregi og á Islandi. Ekki verða