Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 63
GUÐJÓN SVEINSSON MÁNABERGI
,,...langt er stutt, þá litið er til baka“
Brot úr ævi, ,frænku “, Guðrúnar Helgu Björnsdóttur frá
Höskuldsstaðaseli
Um hugans duldu furðufjöll
færist ilmur rósa.
Þeir sem liggja ár sín öll,
eignast hyggju ljósa.
Þessa vísu orti Magnús Einarsson, kennari frá Eiði í Mosfellssveit til
konu þeirrar er getið verður lítillega á næstu síðum. Um tilurð vísunnar
er þetta að segja: Dóttir Magnúsar, Helga, dvaldi nokkur sumur á heimili
þessarar konu. Drap eitthvað á að faðir hennar gerði vísur. Þá sagði kon-
an við hana í gamni: ,,Viltu biðja hann að gera vísu um mig?“ Helga
gerði sem hún bað.
Greinarhöfundur sá aldrei þessa konu, frétti af henni strax í æsku.
Vissi hana haldna ólæknandi sjúkdómi, sem hafði lagt hana í rúmið.
Setti að honum dapurleika við að heyra talað um það. Fannst fólk nefna
nafn konunnar á annan hátt en önnur mannanöfn. Með öðrum hljóm.
Gerði sér ekki grein fyrir í hverju það fólst. Fann það í hjartanu. Var
næsta viss um að hljóta ekki slík örlög sjálfur. Það hugsa vafalítið flest-
ir.
Löngu seinna höguðu örlögin því þannig, að saga þessarar konu sótti á
hug greinarhöfundar, hægt og hægt en með nokkurra ára hléum. Var
samt alltaf í undirvitundinni. Leitaði útrásar fastar og fastar.
Dag nokkurn í lok þorra á þessu ári (1993), settist ég gegnt bróður-
dóttur konunnar, Ragnheiði Hóseasdóttur frá Höskuldsstaðaseli, og við
ræddum um þessa horfnu, fötluðu frænku hennar. Fáir þekktu hana bet-
ur. Hún hjúkraði henni. Vakti ótaldar nætur yfir henni. Annaðist hana
sem sitt eigið barn í aldarfjórðung eða allar götur frá árinu 1940, þar til