Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 80
78
MÚLAÞING
því ég átti að drekka með henni... spurði og spurði, en sagði mér líka margt,
mest um dalinn, en ekki mikið frá sjálfri sér... Henni þótti gott að láta greiða sér,
ég gerði það oft...
Helga á enn bréf frá ,,nöfnu.“ Bera þau með sér, að þessi stúlka hefur
verið góður vinur ,,nöfnu“ og hún rætt við hana sem fullorðna konu.
...nú er hætt að slá. Allar hlöður fullar og flestir farfuglar flognir til átthag-
anna. Það er búið að sjóða 30 flöskur af berjalög eða fleiri. Krakkamir eru að
brytja rabarbara nú. Þau biðja öll að heilsa... Hér var gamall Breiðdælingur í 4
daga ansi fjörugur. Hann dansaði rokk við Unni.11 Jeg vildi þú hefðir verið kom-
in að dansa við hann!... Jeg fjekk nýjan hring.21 En jeg hljóðaði nótt og dag; ó,
þær kvalir. Þær voru bara voðalegar en nú líður mér vel, en ekki hefur fólkið
hænst að mér eftir þetta!!!....
Þetta er úr bréfi til Helgu frá 10. sept. 1957. I öðru bréfi, segir Guðrún:
... ,,nú er snjór ofan við mið fjöll og koldimmur á dalinn. Tóin alhvít og
svo ofan fyrir Rauðatindsbotn...“ Þrátt fyrir það er hún að hekla dúka
sem hún ætlar ,,nöfnu“ sinni. Þeir eru með ,,grænni rós.“
Þannig má lesa þjóðlífslýsingu úr þessum bréfkornum, einnig það sem
heimilisfólkið og kunningjar eru að starfa. Þann 19. mars 1949, skrifar
Guðrún Lillu bréf. Þá er Ingibjörg Björgvinsdóttir orðin þriggja vikna.
Er Guðrún greinilega hrifin af þessum nýja heimilismanni. Ég gef henni
orðið:
„...stjúpa þín er tekin við öllum verkum, mjólka kýr og hjálpa mér. Það gerði
hún fyrst í morgun. Hún hefur oft komið upp með litlu systur þína. Hún er ynd-
islega falleg stúlka með kastaníu brúnt hár, þétt og mikið, loðnar augnabrúnir,
lítið þúfunef, ávalar kinnar með spékoppa og skarð í höku.“
Það leynir sér ekki, að ,,frænka“ er hrifin af frumburði Ragnheiðar.
Þá drepur hún á að ,,Magga í Vatnsskógum liggur á Egilsstöðum. Verið
að gjöra við kviðbil.“ Bréfið skrifar hún líklega með lindarpenna, sem
,,Imba og Hósi“ sendu henni, ásamt pappírsörk, hitapoka, tveim kerta-
pökkum og ,,brjóstsykurspakka“ í jólagjöf. Þá er „Helgi Hós3) genginn
í Smíðafélag Reykjavíkur og því líður öllu vel þessu Reykjavíkurfólki.
Frú Anna41 var hér hálfan mánuð. Hún kom daginn eftir að fjölgaði. Hún
" Þetta var Guðm. Guðnason frá Randversstöðum, þá bóndi í Vöðlavík.
21 Hér er átt við leguhring, sjá framar.
3> Helgi Hóseasson, bróðir Ragnheiðar, smiður í Reykjavík.
41 Mágkona Ragnheiðar, prestsfrú í Heydölum.