Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 196
194
MÚLAÞING
Jón í Víðidal og Bjarni vinnumaður hans. Þeir voru að koma frá Djúpa-
vogi með stóra og þunga poka á baki og voru á heimleið. En þar sem
orðið var áliðið báðust þeir gistingar hjá mér og var það velkomið. Var
þeim færður matur, sem þeir gerðu góð skil. Að máltíð lokinni settist ég
hjá Jóni bar mig hálfaumlega og sagði afsakandi: “Jón minn, nú er bágt í
efni, ég á ekkert kaffi til, bara rót (export)”. Jón brosti sínu besta brosi
en sagði ekkert, fór fram fyrir, kom að vörmu spori aftur, rétti mér
pakka vafinn innan í vasaklút og sagði þá: “Prófaðu þetta saman við rót-
ina þína”. Innan úr vasaklútnum kom kaffipakki. Þá sagði Jón: “Mér datt
í hug að þú værir kaffilaus svo að ég ætlaði þér þennan pakka, þið eigið
það margfalt inni hjá okkur”. Ég bjó til ilmandi kaffi og það var glatt á
hjalla í litlu baðstofunni í Markúsarseli um kvöldið. Snemma næsta
morgun lögðu þeir af stað heim.
Þeir feðgar hættu búskap í Víðidal og fluttust að Bragðavöllum í Ham-
arsdal vorið 1897. Fengu þeir hjálp frá Alftfirðingum til að bera og
draga það nauðsynlegasta af búslóð upp úr Víðidal, yfir Hofsjökul og
niður að Hofi í Álftafirði, þangað sem hægt var að nálgast fólk og far-
angur með hestum. Sigfús og Ragnhildur urðu eftir í dalnum um sinn en
komu seinna með kú, sem þau áttu. Eftir fráfærur og annað álíka annríki
fengu þeir feðgar menn með sér til að sækja það sem eftir var af búslóð í
dalnum. Guðmundur í Markúsarseli og Jón á Rannveigarstöðum voru
þess albúnir að hjálpa þeim.
í Markúsarseli var þá ungur drengur sem hét Guðmundur Eyjólfsson
og var fóstursonur hjónanna. Hann segir eftirfarandi sögu hafa gerst þar:
Það var einn morgun að ég vakna við mikinn hávaða í baðstofunni. Ég
reis upp við olnboga í rúminu, skyggndist um og sá að margir menn
voru komnir. Maður sat fyrir framan mig og hallaði sér upp að koddan-
um. Ég þekkti hann vel, það var Jón í Víðidal. Annar sat á rúminu á
móti mér, reri sér í ákafa, strauk hnén og reykti pípu. Það var Jón á
Rannveigarstöðum. En á rúminu móti uppgöngunni sat maður, sem ég
hafði aldrei séð áður, lágur vexti og breiður um herðar, með mikið úlf-
grátt skegg og gult fyrir neðan nefið, hvarmar rauðleitir, fölleitur í and-
liti með ljósgrá flöktandi augu. Hann var allur á iði, hendur og fætur á
fleygiferð, talaði í sífellu, var að segja sögur. Að þeim hló fólkið og virt-
ist skemmta sér vel. Svo kom kvenfólkið með skyr á diskum og nóga
mjólk útá því fráfærur voru byrjaðar.
Eftir matinn hurfu þeir allir á bak og burt. Þeir voru á leið í Víðidal
eftir búslóð þeirra Sigfúsar. Að kvöldi þriðja dags kom fóstri minn aftur.
Hann fór með þeim i dalinn og lánaði þeim hest. En gangandi fóru þeir