Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 196

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 196
194 MÚLAÞING Jón í Víðidal og Bjarni vinnumaður hans. Þeir voru að koma frá Djúpa- vogi með stóra og þunga poka á baki og voru á heimleið. En þar sem orðið var áliðið báðust þeir gistingar hjá mér og var það velkomið. Var þeim færður matur, sem þeir gerðu góð skil. Að máltíð lokinni settist ég hjá Jóni bar mig hálfaumlega og sagði afsakandi: “Jón minn, nú er bágt í efni, ég á ekkert kaffi til, bara rót (export)”. Jón brosti sínu besta brosi en sagði ekkert, fór fram fyrir, kom að vörmu spori aftur, rétti mér pakka vafinn innan í vasaklút og sagði þá: “Prófaðu þetta saman við rót- ina þína”. Innan úr vasaklútnum kom kaffipakki. Þá sagði Jón: “Mér datt í hug að þú værir kaffilaus svo að ég ætlaði þér þennan pakka, þið eigið það margfalt inni hjá okkur”. Ég bjó til ilmandi kaffi og það var glatt á hjalla í litlu baðstofunni í Markúsarseli um kvöldið. Snemma næsta morgun lögðu þeir af stað heim. Þeir feðgar hættu búskap í Víðidal og fluttust að Bragðavöllum í Ham- arsdal vorið 1897. Fengu þeir hjálp frá Alftfirðingum til að bera og draga það nauðsynlegasta af búslóð upp úr Víðidal, yfir Hofsjökul og niður að Hofi í Álftafirði, þangað sem hægt var að nálgast fólk og far- angur með hestum. Sigfús og Ragnhildur urðu eftir í dalnum um sinn en komu seinna með kú, sem þau áttu. Eftir fráfærur og annað álíka annríki fengu þeir feðgar menn með sér til að sækja það sem eftir var af búslóð í dalnum. Guðmundur í Markúsarseli og Jón á Rannveigarstöðum voru þess albúnir að hjálpa þeim. í Markúsarseli var þá ungur drengur sem hét Guðmundur Eyjólfsson og var fóstursonur hjónanna. Hann segir eftirfarandi sögu hafa gerst þar: Það var einn morgun að ég vakna við mikinn hávaða í baðstofunni. Ég reis upp við olnboga í rúminu, skyggndist um og sá að margir menn voru komnir. Maður sat fyrir framan mig og hallaði sér upp að koddan- um. Ég þekkti hann vel, það var Jón í Víðidal. Annar sat á rúminu á móti mér, reri sér í ákafa, strauk hnén og reykti pípu. Það var Jón á Rannveigarstöðum. En á rúminu móti uppgöngunni sat maður, sem ég hafði aldrei séð áður, lágur vexti og breiður um herðar, með mikið úlf- grátt skegg og gult fyrir neðan nefið, hvarmar rauðleitir, fölleitur í and- liti með ljósgrá flöktandi augu. Hann var allur á iði, hendur og fætur á fleygiferð, talaði í sífellu, var að segja sögur. Að þeim hló fólkið og virt- ist skemmta sér vel. Svo kom kvenfólkið með skyr á diskum og nóga mjólk útá því fráfærur voru byrjaðar. Eftir matinn hurfu þeir allir á bak og burt. Þeir voru á leið í Víðidal eftir búslóð þeirra Sigfúsar. Að kvöldi þriðja dags kom fóstri minn aftur. Hann fór með þeim i dalinn og lánaði þeim hest. En gangandi fóru þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.