Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 109
MÚLAÞING
107
dó hún ung. Valgerður sagði að drengurinn yrði hjá þeim því að hann
Jón sinn ætti hann þó alltaf. Jón lét þó sækja Sigurveigu er hann lá bana-
leguna á Hlíð en Valgerður var þá dáin fyrir nokkru.
Jón sótti sjó frá Hvalnesi og fór heim á hverju kvöldi, en þetta var
drjúgur spölur og yfir Jökulsá í Lóni að fara. Eitt sinn er hann fer austur
yfir er áin í vexti og gengur honum ekkert að fara yfir. Tekur hann það
til bragðs að binda um sig steina til að fljóta ekki upp á leið yfirum og
gekk það vel.
Þegar hann kemur í Hvalnes er bátur hans nýfarinn og þykir honum
mjög miður. Einhver sem hann hittir fer þá að vorkenna honum að missa
af tekjunum þann daginn, en hann á að hafa sagt: “Hvað er skaðinn hjá
skömminni.”
Papey
Ég var fædd á Hlíð í Lóni 19. ágúst 1894 og voru foreldrar mínir þau
Sigríður Bjarnadóttir frá Viðfirði eins og áður segir og Eiríkur Jónsson
sem bjuggu þar þá. Faðir minn varð fyrir því að missa fyrri konu sína
Þorbjörgu Jónsdóttur og áttu þau sex börn, Valgerði, Mekkínu, Hávarð,
Guðjón, Jón og Þóreyju sem dó ung. Fer hann austur í Viðfjörð í þeim
tilgangi að sækja sér ráðskonu og varð það úr að mamma fór með hon-
um sem ráðskona og varð úr því hjónaband.
Þegar ég var tveggja ára gömul veiktist faðir minn og leitaði sér lækn-
inga hjá Þorgrími í Borgum er ráðlagði honum að flytjast að sjó því þá
muni þessi sjúkleiki dvína.
Þá ræðst hann í að kaupa Papeyna af Lárusi ríka, eins og hann var
kallaður, og flyst með allt sitt fólk þangað 1897. Lárus og kona hans
Kristbjörg voru áfram í eynni í húsmennsku sér og kunnum við afskap-
lega vel við Kristbjörgu. Hún bauð fólkinu alltaf í kaffi og kringlur þeg-
ar Lárus var í landi, en hann var talinn nískur. Sagði hún stúlkunum
blessuðum að nota sér þetta því þetta fengist ekki á morgun þegar karl-
arnir væru komnir heim.
Eftir tveggja ára veru í Papey hafði sjúkdómurinn dregið pabba til
dauða því ekki skánaði honum við að flytjast þangað.
Stóð mamma þá ein uppi með 6 börn og það elsta 10 ára gamalt.
Bjarni var elstur, síðan komu Þorbjörn, Guðmundur, Rósa, Sólveig og
ég var yngst.
Mömmu langaði til að vera áfram í Papey, en piltarnir vildu það ekki,