Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 96
94
MÚLAÞING
græða sár þeirra með lyginni, hver sem í einu orði hatar og forðast lyg-
ina og allan yfirdrepsskap, hann vitnar um Jesúm. Hver sem er trúr og
skyldurækinn í sínum verkahring, hver sem er samviskusamur og vandar
hvert verk sitt eftir því sem hann getur, hver sem er iðjusamur og hóf-
samur, fer vel með gáfur guðs, hann vitnar um Jesúm. Hver sem enn-
fremur er ráðvandur í allri sinni hegðun og lætur hvern mann hafa sinn
rétt og ásælist engan ranglega né leitast við að hafa af bróður sínum í
nokkru, hann vitnar um Jesúm...”
Guttormur Vigfússon var annálaður kennari. Hann leiddi börn fyrstu
námssporin og kenndi ungmennum almenn fræði. Kennslu hans nutu
börn hans og sum barnaböm svo sem börn hjónanna á Oseyri, Guðríðar
og Þorsteins Mýrmanns. Margir af þekktum mönnum, sem síðar urðu
skáld og fræðimenn, nutu tilsagnar hans, einkum i latínu, má þar nefna
Einar Benediktsson skáld, Finn Jónsson prófessor, Geir Zoega rektor,
Þorstein Gíslason ritstjóra, Magnús Gíslason sýslumann og Stefán Ein-
arsson prófessor.
Sagt hefur verið að þegar börn gengu til spurninga hjá afa hafi fræðsl-
an náð langt út fyrir kverið og biblíusögurnar. Þau hafi notið almennrar
fræðslu, og tilsagnar í íslensku máli svo sem beygingum þess og fram-
burði. Mér er sagt hann hafi útrýmt flámæli í Stöðvarfirði. Nemendum
og fermingarbörnum þótti vænt um hann og hann skrifaðist á við fyrr-
verandi nemendur. Þegar hann kom sárlasinn á spítala í Reykjavík tóku
brottflutt, stöðfirsk fermingarbörn hans og skólapiltur frá Fáskrúðsfirði á
móti honum á bryggjunni.
Þótt Guttormur Vigfússon lifði hamingjusömu heimilislífi skildi sorg-
in honum eftir marga angursama stund. Og við bættust önnur óhægindi,
fátækt og veikindi.
í dagbók 27. nóvember 1905 lýsir hann litlum tekjum af brauðinu og
bágum efnahag: “Ekki aðeins vegna eldri og yngri skriðuhlaupa hér á
land Stöðvarstaðar, sem valdið hafa miklum skaða bæði á túnum, engj-
um og haglendi, heldur og vegna fátæktar brauðs míns sæki ég til
Stjórnarráðsins um krónur tvö hundruð fyrir næsta fjárhagsár af þeim
opinbera styrk sem er árlega lagður fátækum brauðum ... Eg er rúmt sex-
tugur að aldri, hef verið þjónandi prestur í full 33 ár og jafnan verið á
brauðum í lægri flokki um tekjur, Ríp, Svalbarði og Stöð, en kostað
miklu til af mínum litlu efnum að byggja af nýju upp öll staðarhús hinna
tveggja síðarnefndu brauða. Heilsa mín hefur verið tvö síðustu ár miklu
tæpari en áður. Það knýr mig með öðru til þessarar umsóknar.” skrifar
hann. Eg hygg að styrkurinn hafi fengist. Ekki hefur verið úr miklu að