Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 20
MÚLAÞING
undanhald Eiríks og Margrétar og sókn Áma. Ennþá er yfirgnæfandi
meiri hluti vinsælustu nafna í A-flokki. Vert er að veita athygli sókn
Stefáns, en nafn hans varð brátt afar vinsælt um Austurland.
Þessu næst skulum við aftur líta á nokkur einstök nöfn sem tíðari væru
með Sunn-Mýlingum en öðrum eða kannski ekki höfð nema í þessari
sýslu.
Fyrst er Aðalborg, en svo hétu víslega tvær konur í Suður-Múlasýslu
1801, Aðalborg Sigfúsdóttir 33 ára húsfreyja á Vaði í Vallanessókn, og
dóttir hennar Aðalborg Sölvadóttir, fjögurra ára. Nafnið Aðalborg hefur
lent með Aðalbjörgum í skrám sr. Bjöms Magnússonar. Hann hefur gert
ráð fyrir að prestur hafi skrifað björg upp á danskan hátt, og er honum
sannarlega vorkunn.
I manntalinu 1845 eru Aðalborgir á landinu fjórar, þrjár í Norður-
Múlasýslu, ein í suðursýslunni, fyrrnefnd Aðalborg Sölvadóttir, en móð-
ir hennar þá önduð. Elst í norðursýslunni var Aðalborg Vigfúsdóttir fer-
tug á Ljótsstöðum í Vopnafirði.
Aðeins ein Aðalborg var á landinu 1910, fædd í Suður-Múl. og síðan
hefur nafnið verið örsjaldgæft. Aðeins þrjár em í þjóðskrá 1989, ein á
Akureyri, ein á Eskifirði og ein í Reykjavík.
Heimildum ber ekki saman um nafn bóndans í Hamarseli í Hálssókn
1801. í manntalsskránni er hann letraður “Anthon Sigurdsson” 33 ára
“husbonde og reppstyre”. En í nafnalykli sr. Björns Magnússonar er
hann talinn hafa heitið Antoníus og er það að vísu líklegt. Hins vegar er
bóndinn á Hamri skráður rétt á eftir “Anthonius”. Fúslega skal viður-
kennt að stafsetning á nöfnum 1801 er oft slík, að erfitt getur verið að
vita með vissu hvað fólk hét. Þannig er t.d. maður, sem vissulega hét
Oddur, bókaður Otto, og margt er sambærilegt. Eigi að síður ætla ég að
hafa fyrir satt að einn Anton væri í Suður-Múlasýslu 1801, og þá eini ís-
lendingur er svo héti, og kannski hinn fyrsti.
Bóletta hafði nú borist hingað til lands með Dönum. Bolette Kathrine
Stephensen tveggja ára er bókuð í Berufjarðarkauptúni. Ég fæ ekki betur
séð en móðir hennar væri dönsk, en faðir íslenskur: Jón Stephensen. Þar
sem hann á danska konu, hefur hann tekið sér eiginlegt ættarnafn sem
fylgir þá konu hans og bömum. Bóletta Katrín dóttir hans er, að mér
sýnist, eini tvínefndi Islendingurinn í Suður-Múlasýslu 1801. Þetta er
gott dæmi um útlend áhrif á íslenskar nafngjafir sem mjög áttu eftir að
færast í aukana á öldinni.
Bóletta er danskt gælunafn af Bóel', endingin ette, etta er smækkunar-
ending ættuð úr latínu. Bóel mun hins vegar dönsk stytting á Bodil (Bót-