Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 198
196
MÚLAÞING
Fossbrúnaveðrið mikla.
Guðmundur Eyjólfsson á Þvottá hafði söguna eins og fóstri hans, áð-
urnefndur Guðmundur Einarsson sagði hana eftir Sigfúsi Jónssyni:
Eg bjó þá á Hvannavöllum í Múladal, er saga þessi gerðist. Þar er
mjög stormasamt í flestum áttum en þó eru Fossbrúnaveðrin verst. Þá er
hann hánorðan. Fossbrúnir ná frá Sunnutindi norðan við Geithellnadal
inn móts við Bætur innst í dalnum. Það var dag einn seint um sumar að
ég var að gera upp stóra heyið mitt heima við bæ. Blæjalogn var og því
besta veður. En nú veitti ég því athygli að hann var farinn að hranna upp
kolgráum norðan bakka yfir Þrándarjöklinum og fram á Fossbrúnimar.
Eg sá nú að fljótt mundi skella á ofsaveður, brá skjótt við og náði í reku
til að gera upp að heyinu áður en veðrið næði heim til mín. Og það stóð
á endum, er ég hafði klárað að ganga frá heyinu, þá voru hvirfilbyljimir
komnir niður í afréttina, sem er beint á móti Hvannavallabænum. Ég
gekk inn í bæjardymar og stóð þar til að gefa gætur að því sem nú
mundi ske. Hvirfilvindurinn geisaði nú í algleymingi og ég sá að
vindroka bókstaflega þurrkaði ána innan við Hvannavallagljúfrið og var
hún þurr um stund. Á rústinni framan við bæjardyrnar stóð stóri slátur-
potturinn minn. Honum hafði verið hvolft þar um vorið, eftir að við not-
uðum hann til að hita þvættið í ullina. Vegna þungans var hann sokkinn
niður í grasrótina. Og sem ég stóð þama ætlaði ég ekki að trúa mínum
eigin augum, ég sá hvirfilvindinn skrúfa pottinn frá jörðu, hátt svo ég sá
undir hann en svo féll hann niður aftur og alveg í sama farið. Þetta var
ótrúlegt.
Gráa œrin.
Ég ætla nú að segja ykkur söguna af henni Gránu minni. Ég átti gráa
fallega þrevetlu, mestu frískleikakind en hún var afskaplega einþykk og
þver. Þegar hún var tvævetla, náði ég henni ekki í kvíar, svo að hún
gekk með dilk um sumarið. En næsta vor náði ég henni og færði frá sem
öðrum ám. En hún var þver og erfið, samlagaðist ekki hinum kvíaánum,
mjög erfitt var að mjólka hana og hafði allt á homum sér. Þetta endaði
með því að hún hvarf frá hinum ánum. Við leituðum allsstaðar þar sem
okkur datt í hug en allt til einskis. Svo leið á sumarið. Ég átti leið í kaup-
stað út á Djúpavog og fór fram Múladal. Ég var ríðandi og teymdi trúss-
hest. Þegar ég kom út undir svokölluð Múlaskjól, heyrði ég eitthvað í
fjallinu fyrir ofan mig. Ég leit þangað og sá að stór hella hafði losnað