Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 171
MÚLAÞING
169
Svo vildi til í fyrsta róðrinum sem þeir fóru þrír, að þeim dvaldist á
sjónum og var ég látinn vaka eftir þeim. Klukkan eitthvað tvö um nótt-
ina komu þeir og var þá báturinn ferðlítill svo að auðséð var að eitthvað
var að. En nú voru góð ráð dýr því fiskirí var ágætt, veðrið eins gott og
það getur best verið á þeim árstíma og lína beitt í landi með glænýrri
smásfld. Var nú ráðgast um hvað gera skyldi. Það sem aðallega var að
vélinni, var að það hafði sprungið pakkning á olíudælunni, en þeir
kunnu ekki að bæta úr því eða höfðu ekki lag á því, en þá gerðist ég
heldur rogginn og kvaðst ekki vera í vanda með að ganga frá pakkningu
á olíudælunni og var mér þá sagt að sýna list mína og gerði ég það og
tókst það svo dugði.
Var nú ekki við annað komandi en að ég færi heim og vekti föður
minn og fengi leyfi til að fara á sjóinn með þeim, því þá yrðu þeir þó
ekki stopp þó pakkning á olíudælunni spryngi. Leyfið fékkst og þóttist
ég nú maður með mönnum.
Var nú haldið á stað og var ég uppi með Agli formanni, en hinir fóru
að sofa.
Þegar komið var út á móts við Dalatanga fór mig að syfja og gerast
hálf linur og kom brátt í ljós, að um sjóveiki var að ræða, þó sjór væri
svo sléttur að varla var hægt að segja að báturinn bærðist. En allt gekk
vel með vélina.
Var svo haldið út og suður sem kallað var að mig minnir í þrjá klukku-
tíma frá Dalatanga.
Tímalengdina er ég ekki viss um að muna nákvæmlega, ekki man ég
heldur miðin sem við höfðum. Þegar kallað er að fara út og suður, þá er
átt við að vera fyrir sunnan Seyðisfjarðardjúp svokallað og það suður
eftir allt að Reyðarfjarðarál.
Það er svo ekki að orðlengja það, en við lögðum línuna og lágum yfir
eins og til stóð og fórum svo að draga, en þá var ekki komið línuspil á
Hánef, en var látið í hann strax eftir þennan róður, en þetta vor og sumar
voru línuspil sett í flesta eða alla báta sem þá voru hér í firðinum eftir
því sem þau fengust afgreidd.
Þegar byrjað var að draga reyndist línan æðiþung, svo að við vorum
11 tíma að draga 12 bjóð sem við höfðum. (Eitt bjóð var 6 strengir 600
faðma langir).
Ekki reyndist ég það kaiimcnni að ég gæti dregið einn einasta streng
hvað þá meira. Meira að segja reyndust bólfærin, uppistöðurnar, mér of-
viða, svo að litla hjálp höfðu hinir af mér við erfiðið.
Línudrátturinn gekk þannig að þeir Egill Sveinsson og Árni drógu eitt