Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 21
MÚLAÞING
19
hildur). Bolette var í dönsku konungsfjölskyldunni og í ætt Jens Wiums
hins fræga sýslumanns austanlands.
Bólettur hafa verið fáar hérlendis. Ein var í Eyjafjarðarsýslu 1855 og
gæti sem best hafa verið dönsk. Tvær voru 1910, önnur fædd í Eyja-
fjarðarsýslu, hin í Rangárvallasýslu; og saga þessa nafns hérlendis búin.
Evert er þýsk-danskt tökunafn og ekki vissa fyrir því að það hafi borist
hingað fyrr en á 17. öld. Þetta er á þýsku Eberhard (“Jöfurharður”), en
jöfur þýddi upphaflega villigöltur, en seinna líka konungur. I ævagam-
alli ensku kom fyrir nafnmyndin Eoforheard. Latínað varð þetta nafn
Everhardus og í ensku stundum haft halaklippt Everhard.
Árið 1801 báru tveir íslendingar Everts-nafn. Annar var Evert Hans-
son Wium, sonarsonur Jens sýslumanns, 52 ára, bóndi á Gunnlaugsstöð-
um í Hallormsstaðarsókn, en hinn var barnungur Skagfirðingur, Evert
Jónsson. I manntalinu 1845 var hinn austfirski að vonum látinn, en hinn
hafði lifað og látið son sinn heita Evert. Voru þeir feðgar einir þessa
nafns 1845. Nafnið lifði og þó naumlega, en nú virðist því sæmilega
borgið, 12 í þjóðskrá 1989, sýnilega á uppleið.
Gellir er fornnorrænt nafn, talið skylt sögninni að gjalla. Gellir Böl-
verksson lögsögumaður á 1 I. öld, Gellir Þorkelsson, afi Ara fróða, og
tveir nafnar þeirra eru nefndir í Landnámu, og nafnið kemur fyrir í Is-
lendingasögum. Enginn er í Sturlungu, en nafninu bregður fyrir í fom-
bréfum frá 15. og 16. öld. Sjaldgæft hefur það fljótt orðið. Enginn er í
manntalinu 1703, en kemur þó fyrir þar sem föðurnafn.
Árið 1801 er einn íslendingur enn með þessu nafni: Gellir Árnason 15
ára í Papey. Óvíst er um nafnið síðan, og horfið er það fyrir löngu úr
aðalmanntölum.
Um nafnið Halli var fyrr skrifað, en 1801 voru þrír menn þessa nafns
og allir í Suður-Múlasýslu, tveir Jónssynir og einn Rustíkusson, allir
mjög ungir.
Hemingur var ekki frekar en Halli til í öðrum sýslum en Suður-Múla-
sýslu 1801. Þetta er fornnorrænt nafn, skylt höm og hamur, og má vera
að í hamur felist þá merkingin “herklæði”. Ætli nafnið Hamdir í Hamd-
ismálum sé ekki af sama uppruna? Vel voru brynjaðir bræðurnir Hamdir
og Sörli. Svipuð nöfn koma fyrir í öðrum germönskum málum, t.d. er
Heming í Bjólfskviðu hinni ensku (frá því um 1000).
Nafnið var lengst af frernur sjaldgæft. Enginn Hemingur er nefndur í
Landnámu og einn í Sturlungu. En Hemingur Ásláksson var í
Heimskringlu og varð rímnaskáldum yrkisefni (seinna líka Grími Thom-
sen). Nokkur vöxtur hefur hlaupið í nafnið um hríð, því 11 báru þetta