Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 14
12
MULAÞING
Kolli var hreint ekki sjaldgæft í fyrnsku. Svo heita sjö í Landnámu og
fjórir í Sturlungu. Þá kemur nafnið fyrir í skjali frá 15. öld.
Árið 1703 var einn Kolli á landinu: Ásmundsson, 39 ára bóndi í Döl-
um í Fáskrúðsfirði. Ovíst er hvort það hefur verið notað síðan, enda yrði
smám saman örðugt að greina það frá áðurnefndu gælunafni, Kolli.
í fornum fræðum heita synir Þórs Móði og Magni, og eru sýnilega
tákngervingar þeirra eiginleika sem menn ætluðu þessu átrúnaðargoði
sínu. Fyrst var hugrekkið, svo mátturinn. Magni er hinn sterki. Ekki
kemur þetta fyrir sem mannaheiti í Landnámu, en einn er í Sturlungu, ó-
feðraður, kenndur við Múla. Nafnið virðist hafa lifað, því að fjórir eru í
manntalinu 1703, í Múla- og Þingeyjarsýslum, þar af helmingurinn í
Suður-Múlasýslu. En svo fór verr. Nafnið týndist langa hríð: alla nítj-
ándu öld og a.m.k. fram til 1910. En svo kemur nokkuð skyndileg end-
urreisn. Árin 1921-50 fá Magna-nafn 29 sveinar, og þar áður var að
minnsta kosti einn, Magni Guðmundsson, fæddur í Stykkishólmi 1916.
Skyldi hann vera hinn fyrsti á síðari tímum?
Nú eru Magnar í þjóðskrá um það bil 130, rúmlega helmingur sem svo
heitir aðalnafni.
Kristborg er austfirskt tilbrigði af Kristbjörg, en ekki er alveg víst
hversu gamalt það er. Austfirðingar virðast hafa haft mætur á nafnliðn-
um borg, bæði fyrir björg og berg. Þannig voru allar Kristborgir, fimm,
í Múlasýslum 1703, og Norð-Mýlingar munu hafa búið til nafnið Borg-
þór á 19. öld, sjá íslenskt mál, 10-11. Lengst af 19. aldar voru Kristborg-
ir aðeins í Múlasýslum, og 1910 voru þær orðnar 13, 11 þeirra fæddar í
suðursýslunni. Síðan fækkaði um hríð, en nafnið hefur náð sér sæmilega
upp aftur, 22 í þjóðskrá 1989, tæpur þriðjungur þeirra austanlands.
Kvenborg sýnist vera staknefni og svo sem ekkert um það að segja,
nema menn vilji trúa því að þetta sé einhvers konar afbökun. En úr
hverju þá?
Árið 1703 var Kvenborg Árnadóttir 55 ára niðursetningur á Fáskrúðs-
fjarðarhreppi, “veik og lúin”. Vera má að hún hafi verið blest á máli.
Enga nöfnu finn ég henni fyrr né síðar.
Lukka er þýsk-danskt tökunafn, að öllum líkindum sömu merkingar og
samnafnið lukka=gæfa. Þetta nafn er komið til Islands ekki síðar en á
17. öld, en var lengi vel einbundið við suðausturhluta landsins.
í manntalinu 1703 voru sex Lukkur, tvær í Austur-Skaftafellssýslu og
fjórar í Suður-Múlasýslu. Þeim fjölgaði í Suður-Múlasýslu og nafnið
færðist upp í norðursýsluna, en hvarf í Skaftafellssýslu, þegar leið á 19.
öld. Svo var reyndar komið 1855 að átta Lukkur voru á landinu og allar í