Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 195
MÚLAÞING
193
hafin leit að henni og næsta morgun fóru allir karlmennirnir að leita en
fundu hana hvergi. Farið var til bæja í Alftafirði en hún hafði hvergi
komið þar. Svipast var um og leitað næstu daga en án árangurs. Þann 17.
ágúst fór Sigfús út á Djúpavog og hélt út Múladal austan Geithellnaár,
sem rennur fram dalinn. Norðan ár var býli, sem hét Þormóðshvammur
en var þá komið í eyði. Búið var að rífa þar öll hús, nema einn kofi var
uppistandandi, rétt þar sem bæjarhúsin höfðu staðið. Sigfús reið fram
Múladalinn og er hann kom á móts við Þormóðshvamm veitti hann því
athygli að kofinn stóð opinn, minnti þó að hann ætti að vera lokaður.
Sigfús sinnti því þó ekki frekar en hélt áfram ferð sinni til Djúpavogs.
Á þriðja degi kom Sigfús til baka og er hann fór framhjá Þormóðs-
hvammi, sá hann að kofinn var lokaður. Þetta þótti honum mjög grun-
samlegt og ákvað að athuga það nánar. Honum brá ónotalega, þegar
hann leit inn. Auðbjörg lá á gólfinu og virtist Sigfúsi hún vera með lífs-
marki. Fannst honum hún aðeins depla augum og sannfærður var hann
um að hún hefði þekkt sig. Því brá hann við og reið hratt út í Kambsel
en það er alllöng leið, rúmir 8 km. Þá bjó þar Jón Árnason, hálfbróðir
Sigfúsar. Jón brá við, safnaði mönnum til að ná í Auðbjörgu en Sigfús
hraðaði sér aftur inn í Þormóðshvamm með næringu handa henni. En
það var of seint, því hún var dáin er Sigfús kom þangað aftur. Álitið var
að Auðbjörg hefði verið í kofanum, er Sigfús fór úthjá á leið sinni fram
dalinn og að e.t.v. hefði verið hægt að bjarga henni, ef Sigfús hefði þá
litið inn í kofann.
En fólkinu í Víðidal fjölgaði óðum og munu hafa verið þar um 10
manns í mörg ár, flest 11 um áramótin 1893-1894. Þurfti því mikinn mat
handa svona mörgu fólki og ekki var hlaupið fyrirvaralaust í kaupstað,
ef eitthvað vantaði. Löng var leiðin yfir fjöll og firnindi. Þeir feðgar
birgðu sig jafnan vel upp að haustinu. Jón fór þó venjulega í kaupstað
fyrir jól ef færð og veður var hagstætt. Oft kom hann líka um miðjan
vetur til byggða, oftast til að láta vita af fjölskyldunni og skrapp þá í
kaupstað á Djúpavogi um leið. Á þessum árum bjuggu í Markúsarseli í
Flugustaðadal hjónin Guðmundur Einarsson og Kristín Jónsdóttir. Þaðan
var stysta leiðin milli bæja til Víðidals og auðrötuð fyrir kunnuga. Víði-
dalsfólk var mikið vinafólk þeirra í Markúsarseli. Guðmundur Einarsson
varð gamall maður en missti sjón rúmlega sextugur, mjög fróður og
stálminnugur. Hann sagði oft sögur af þeim Víðidalsfeðgum, hafði sum-
ar eftir Kristínu konu sinni, t.d. þessa:
Það var haust eitt, seinnipart dags, er Guðmundur var farinn í kaupstað
með nokkrar kindur, að kvatt var dyra í Markúsarseli. Voru þar komnir