Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 30
28
MÚLAÞING
stafsetninguna er ekki að marka. Stúlkan er t.d. bókuð Kjartína hjá Sig-
urði Hansen tíu árum síðar. Mér sýnist að hún hafi aldrei eignast nöfnu.
Ljósbjörg er skemmtilegt kvenheiti og virðist vera búið til í Múlasýslu
rétt eftir aldamódn 1800. Engin dæmi finnast þessa nafns í manntalinu
1801 né fyrr. En árið 1845 eru á landinu þrjár Ljósbjargir, hin elsta fer-
tug vinnukona á Dvergasteini í Norður-Múlasýslu, en hinar tvær í suður-
sýslunni: Ljósbjörg Gunnlaugsdóttir, 25 ára húsfreyja á Skála í Beru-
fjarðarsókn, og Ljósbjörg Jónsdóttir, ellefu ára “léttakind” á Tittlingi í
Berunessókn. Óvíst er með öllu hvernig þetta nafn kom til sögunnar, en
lengi vel var það nær einhaft í Múlasýslum. Það hefur svo sem alltaf
verið örsjaldgæft. í þjóðskrá 1989 eru þó a.m.k. fjórar, hin elsta þeirra,
fædd 1924, í Suður-Múlasýslu.
Lydo, eða hvernig sem á að stafsetja það, er þó stórum dularfyllra
nafn. Árið 1845 er skráður í Eskifjarðarkaupstað, Jón Lydo Sigurðsson,
fimm ára, faðir Sigurður Ólafsson Hjört (svo), 51 árs tómthúsmaður,
beykir, fæddur “undir Jökli”. Móðir Jóns Lydos var Guðrún Ásmunds-
dóttir, 39 ára, kona Sigurðar, fædd “hér í sókn”.
Þetta undarlega nafn hefur að vonum komið Sigurði Hansen í opna
skjöldu 1855, því þá skráir hann með kvennanöfnum Lídó í Norður-
Múlasýslu, en það er næstum örugglega Jón Lydo Sigurðsson sem þar
hefur fipað fyrir. Jón Lídó (svo) Sigurðsson, fæddur í Hólmasókn 1840,
er nefnilega fermdur á Desjarmýri 1855, þá til heimilis á Hólalandi.
Margt má reyna til að skýra nafnið Lydo, þótt ekki skipti miklu. Lido
heitir eyjaklasi utan við lón Feneyja. Lydos var grískur sagnfræðingur á
5. öld, kenndur við landið Lydiu í Vestur-Asíu. Gils Guðmundsson hélt
að Lídó væri komið úr rímum, og má það vel vera. En ég held að við
ættum ekki að seilast um hurð til lokunnar í skýringartilraunum á þessu
staknefni. Ætli Lydo sé ekki einhvers konar Lýður eða þá afbökun úr
þýsk-danska nafninu Ludolf sem vera kynni “Ljóðólfur” eða jafnvel
“Ljótólfur” á tungu okkar.
María Magdalena var mikil persóna í fornum kristnum fræðum. Síðara
nafn hennar á að vera dregið af stað í Gyðingalandi, enda hefur því
stundum verið hagrætt í íslensku máli og hún þá kölluð María frá
Magdölum. En hvað sem því líður, varð úr þessu kvenheiti sem t.d. er
ritað Magdalena, en er til í ýmsum afbrigðum. Eitt þessara afbrigða er
Malína sem menn höfðu þó gjarna endingarlaust. Er því ekki fátítt að
sama kona sé ýmist bókuð Malína eða Malín.
Nokkuð var liðið á 19. öld, þegar íslendingar tóku upp þessa gerð, og
sýnast Sunn-Mýlingar hafa orðið fyrstir til. Árið 1845 var ein á öllu