Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 202
200
MULAÞING
Jón, bróðir pabba, átti heima á Setbergi í Fellum. Hann sendi honum
lambhrút, sem hann fékk á Hofi í Fellum. Svartbotnóttan lambhrút, af
forustufé, fékk ég hjá Tryggva Olafssyni á Víðivöllum.
Ég fór með Sigurði í Víðivallagerði úr réttinni og var hjá hjónunum
Sigurði og konu hans Ingunni Jónsdóttur frá Kleif að mestu leyti, nema
ég gisti eina nótt á Hrafnkelsstöðum hjá Methúsalem og konu hans Guð-
rúnu Jónsdóttur, sem var úr Austur-Skaftafellssýslu.
Sigurður fór með mig í Glúmsstaði og víðar um Fljótsdalinn. Ég var
upp undir viku þar í dalnum.
Ég fór með Sigurði í fyrstu göngu. Með mér gekk frændi minn, Sveinn
Jónsson frá Rannveigarstöðum. Hann var sonur Kristínar systur pabba
og Jóns manns hennar Jónssonar frá Papey. Sveinn var tveimur árum
eldri en ég og átti heima í Fljótsdal.
Ég fékk 26 kindur fullorðnar og 8 lömb eða alls 34 kindur.
Veturgamlan sauð, hvítan hnýflóttan, tók ég í Melarétt. Hann átti Al-
bert J. Sigurðsson bóndi í Tunguhlíð í Alftafirði. Hafði hann flækst til
Héraðs um sumarið. Kindurnar urðu því alls 35.
Ég fór með kindur mínar með sláturfjárekstri út yfir Gilsá og Buðl-
ungavallaheiði til Skriðdals.
Mitt fé var tekið úr í Þingmúla. Þar kvaddi ég samferðamennina, sem
gistu í Þingmúla, og fór með mínar kindur yfir Múlaá í Víðilæk og gisti
þar næstu nótt hjá Hirti bónda Stefánssyni og konu hans Björgu Bene-
diktsdóttur.
Daginn eftir fór ég yfir Breiðdalsheiði með fylgd Benedikts, sonar
þeirra hjóna á Víðilæk. Hann fór í Þorgrímsstaði, sem er innsti bær í
Breiðdal, en ég hélt áfram í Anastaði, sem eru aðeins utar og sunnan ár,
og gisti þar.
Á Ánastöðum bjó Vigfús Guttormsson frá Stöð í Stöðvarfirði og kona
hans, Ingigerður Konráðsdóttir úr Mjóafirði. í húsmennsku voru Einar
Bjömsson, síðar bóndi að Eyjum í Breiðdal, og kona hans, Katrín Ein-
arsdóttir frá Brekku í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu. Bændur á Ánastöð-
um voru út á Breiðdalsvík við sláturstörf og því ekki heima. Komið var
að myrkri, þegar ég kom þangað og hjálpaði Katrín mér að hýsa kind-
urnar. Bændurnir komu heim um kvöldið.
Morguninn eftir fylgdi Vigfús mér upp í Berufjarðarskarð. Ég kom við
í Berufirði. Gyðríður húsfreyja, kona Guðmundar Guðmundssonar
bónda í Berufirði, lánaði mér Finn son þeirra til fylgdar suður yfir Fossá.
Náði ég um kvöldið í þoku og rökkri að Urðarteigi. Þar lánaði Sigríður
húsfreyja Helgadóttir, kona Sigurðar Bergsveinssonar bónda í Urðar-