Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 87
MÚLAÞING
85
nú raunar mjög ýkt og mælt af grunnhyggni svo mjög sem afkoma ís-
lendingsins hefur um allar aldir verið veðrinu háð.
Búskaparannáll er skrifaður af mikilli samviskusemi svo að auðvelt er
að fylgjast með daglegri sýslu á prestsheimilinu, skepnuhöldum, hey-
skap og veiðum. Búið hefur þurft margs við og eftir því sem börnunum
fjölgaði þurfti með sívökulli umhyggju og natni að afla matfanga, slátra
heima að haustinu og nytja öll föng vel. Viðskipti eru ekki undandregin,
hvar hann verslaði, hvað hann keypti til búsins, hverjum hann skuldaði
og hve mikið. Því er lýst hversu örðug lífsbaráttan var og hve erfitt var
að ná jöfnuði í útgjöldum og inntektum. Öllum framkvæmdum á jörð-
inni eður bænum eru skil gerð og sýna þær hve umhugað afa var að öllu
væri haldið til haga, hús dröbbuðust ekki niður, heldur væru þau endur-
reist.
Prestsstarfinu fylgdu mikil ferðalög, húsvitjanir, og skírnir og giftingar
í heimahúsum. Afi var vinmargur og vinsæll. Rækti hann tengsl sín við
vini, sveitunga og vandamenn og ræktaði samband sitt við þá af mikilli
óeigingirni. Nákvæmlega er sagt frá bréfaskiptum og hversu tafsamt það
var að koma bréfum frá sér. Þá er veislum lýst, jólahaldi og öðrum við-
burðum sem til gleði horfðu. Lesandi dagbókanna verður lostinn furðu
þegar hann sér hvílík gestanauð var á heimili prestshjónanna, þó mest á
Svalbarði.
Á sumu er aðeins tæpt í dagbókunum. Tilfinningum er sjaldan flíkað
framan af árum, hugur einn það veit hvað býr hjarta nær og höfundur
hefur veigrað sér við að segja frá sorg og gleði, vonbrigðum og vansælu
og þjáningum sem ytri atvik ollu. Þetta breyttist þó með árunum. Dag-
bækumar lýsa þó ekki einvörðungu gráköldum hversdagsleika og amstri
daganna framan af. Gleðistundir eru gjörðar heyrinkunnar og við fyrstu
sýn mætti ætla að afi beiti fyrir sig latínu, hinu myrka máli, þegar hann
tjáir það sem leynt á að fara. Svo er þó ekki alltaf. En dagbækurnar eru
þó svo latínuskotnar að greinilegt er að höfundi er “lingva latina,” lat-
nesk tunga, jafntöm og móðurmálið. Ég leyfi mér að fullyrða að þær séu
einstakar að þessu leyti og tæpast hafi aðrir haldið dagbækur eins lengi
og af slíkri kostgæfni. Stundum er latínu beitt um hversdagslega hluti og
af allri háttvísi lýsir hann á latínu smávægilegum ávirðingum manna:
“Senex Jón Sigurðsson ebrius post profectionem im Hafursstaði. Totum
diem dormavit.” Sem útleggst: “Jón gamli Sigurðsson var drukkinn eftir
veru sína á Hafursstöðum. Svaf allan daginn.” Um hver áramót er yfirlit
yfir liðið ár á latínu.
Ekki er mörgum orðum eytt á prestsverkin. Samt er ávallt tíundað