Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 175
MÚLAÞING
173
Með sama hætti setur Gissur Þorvaldsson Odd Þórarinsson yfir Skaga-
fjörð, að minni hyggju vegna þess að hann er óvenju glæsilegt höfð-
ingjaefni af ætt Ásbiminga.
Þegar Arnór Tumason setur Þórarin Jónsson yfir Skagafjörð, er upp á
sitt besta Kolbeinn kaldaljós og fráleitt að hann eða Skagfirðingar hefðu
yfir höfuð látið bjóða sér að yfir þá væri settur sem höfðingi austfirskur
munaðarlaus hórsonur Jóns Sigmundssonar, líklega nær því að vera 15
ára en tvítugur.
Allt öðru máli gegndi ef um var að ræða systurson Kolbeins kalda-
ljóss, kynborinn Ásbirning eins og Þórarinn hefur verið, hafi Halldóra
Arnórsdóttir verið móðir hans. Stjórn Þórarins yfir Skagafirði varð enda-
slepp.
Islendingasaga segir frá þessu og með hliðsjón af frásögn sögunnar má
nokkuð ráða í aldur Þórarins. Þar segir frá því að Tumi eldri Sighvats-
son, sem var Ásbirningur í móðurætt, sonur Halldóru Tumadóttur, þótt-
ist vera afskiptur af föður sínum um mannaforráð. Hann reið vestur til
Skagafjarðar og hélt fund með bændum6) ”en kallaði þá hafa fyrirmann
ungan og óreyndan”.
Áður hefur sagan frætt okkur á því, að7) 8”bændur þóttust litla forstöðu
hafa, því að Þórarinn var þá ungur og ekki reyndur að höfðingsskap eða
héraðsstjóm.”
Þegar Tumi kallar Þórarin ungan og óreyndan, þá má af því ráða að
hann hefur væntanlega verið einhverjum árum eldri en Þórarinn. Þóra
eldri dó 26. ágúst 1203.S) Ekki er nein vitneskja um hve lengi Jón Sig-
mundsson hefur verið ekkill. Hafi Þórarinn verið sonur Halldóru þá er
hæpið að hann hafi fæðst fyrr en í ársbyrjun 1205 og hefði því verið á
17. ári þegar Arnór setti hann yfir Skagafjörð, og vissulega mátti hafa
um hann þau orð að hann væri ungur og ekki reyndur að höfðingsskap
eða héraðsstjórn.
Tumi eldri fæddist hins vegar 1198w og þess vegna orðinn 22 ára þeg-
ar hér var komið sögu og auk þess Ásbirningur í móðurætt. Einnar til-
gátu verður að geta, en hún er sú, að Jón hafi tekið framhjá Þóru með
Halldóru og því hafi Þórarinn verið laungetinn, en öðlast rétt skilgetins
sonar þegar Jón og Halldóra giftust.
6) Sturl.I.b. íslendingasaga, bls.287.
7) Sturl.I.b. fslendingasaga, bls.287.
8) Annales regii. Gustav Storm. Bls.122. íslenskar ártíðarskrár bls.30.
51 Sturl.I.b. íslendingasaga, bls.236.