Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 54
52
MÚLAÞING
þessi bátur (þ.e. “Seyðfirðingur”) hafði lagt af stað á þessum tíma (frá
Djúpavogi) og var talið fullvíst að þetta mundi frá honum vera.
Tilkynnti hann síðar bæjarfógeta hér hvemig komið væri. Gerði bæjar-
fógeti þá ráðstöfun til þess að líkin yrðu flutt hingað samdægurs og var
svo gert. Lík Magnúsar Þorsteinssonar kom til Seyðisfjarðar á þriðjudag
eftir páska.
Þessi urðu afdrif “Seyðfirðings”. Hann fórst með allri áhöfn í blíð-
skaparveðri, nær logni, aðeins vestangolu, frost sex stig, var sagt, og sól-
skin.
Enginn veit um orsök þessa sorglega slyss, en giskað var á þrjár á-
stæður. Að báturinn hafi rekist á sker þau, sem Iðusker nefnast. Þar er
straumþungt víða, grunnsævi og vandrötuð grunnleiðin, þegar farið er
landmegin við skerin, grunnleiðina svonefndu.
Aðrir gátu þess til að báturinn hafi rekist á rekald í sjónum, en hann
stefndi móti sólbjarma á sjónum.
Sjómennimir á fiskibátnum sáu allstórt tré á reki skammt frá þar sem
líkin og annað lauslegt úr “Seyðfirðingi” var. Enn aðrir gátu þess til að
vélin hafi brotið gat á bátinn, en svo gat skeð, væri ekki svonefnd
botnskál undir vélinni, en þá getur stimpill vélarinnar brotið gat á botn
bátsins, ef hann brýtur sig niður eða slær sig lausan, en slíkar skálar voru
hér áður ekki í öllum þessum litlu bátum.
En ljóst er, að aðdragandi hefur verið nokkur áður en báturinn sökk og
bátshöfnin fengið tíma til að leysa mastrið og árarnar og spenna á sig
björgunarbeltin fjögur og losa sigluna, sem hinir þrír, sem ekki höfðu
flotholt, munu hafa ætlað að fljóta á, en formaðurinn hefur ekki þurft
langa stund til að smeygja bjarghringnum yfir sig. Þetta voru seinustu
handbrögð þessara ógæfusömu manna.
Þar sem líkin fundust var mjög skammt til lands, að Kambanesinu.
Ekki var talið ósennilegt að Olafur B. R. Einarsson hefði getað synt til
lands, en hann var sundmaður góður. Hefur sumum komið til hugar, að
hann hafi ætlað að reyna að bjarga þeim félögum sínum, sem ætluðu að
fljóta á mastrinu, og í þeim tilgangi hafi vanturinn verið látinn fylgja
því, Ólafur fest hann við sig og þreytt sundið til lands í miklum straum-
þunga, sem þarna er löngum, en þreytt sig um of við björgunarstarfið og
þess vegna sleppt tauginni, en þá um seinan.
V.b. Seyðisfjörður NS 118
Með þessu nafni er bátur þessi skráður í skipaskrá Norður-Múlasýslu