Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 159
MÚLAÞING
157
slegnar, sumar hirtar, aðrar með heyi á ýmsum stigum þurrks, hey á
slægju, hey í flekkjum, hey í görðum, hey í sæti. Geltandi sláttuvél með
tveim hestum fyrir, fólk með hrífur, ruggandi heybandslest á leið til bæj-
ar - líf á slætti. Unnið af kappi sýndist mér því að hæglát regnmóða var
að læðast inn með Skælingi og Rjómatindsbrík, sem líklega hefur upp-
haflega heitið Ljómatindsbrík og fjallið Ljómatindur, enda hið fegursta
fjall - ekki skældur.
Síðar sá eg fjörðinn í andarslitrum, aðeins Magnús og Ásta með börn
og Siggi í Stakkahlíð og Kristinn í einsetu á Sævarenda - og nokkrum
sinnum hef eg séð hann “dauðan”, þ.e. fólki sviptan, grös í blóma en
Héraðs- og Borgarfjarðarrollur í túnum, margar með drullu. Nú eru þar
hestar, hvíandi stóð.
Eg reið skæting þvert um sveit, framhjá Sævarenda og Stakkahlíð,
æðibrattar brekkur Stakkahlíðarhrauns eða Loðmundarskriðna upp á
Fitjar að Orustukambi. Þar var þá steintréð sem nú mun hvíla í eða við
heimagrafreit í Stakkahlíð. Kamburinn er snarbrattur og úr líparíti minn-
ir mig. Þar teymdi eg upp og kom á Hofmannaflöt með skásneiddum
götum upp í Kækjuskörð sem tæpast eru skörð eða skarð, fremur egg.
Þar kom eg að klettagjá sem liggur þvert fyrir skarðið. Þar var stundum
torfært með hesta þegar hlý veðrátta át fönnina niður í gjána, en í þetta
sinn var hátt í henni blakkur skafl torfærulaus.
Borgarfjörður blasti við endilangur af skarðinu með átta bæjarleiðum
innan frá Hvannstóði og út í Snotrunes. Þessari leið yfir fjallið var lítt
eða ekki haldið við þegar hér var komið sögu, en þó furðu greiðfær öll,
meira að segja gormsnúnar hestagötur niður bratta urð af egginni niður í
dalinn. Gömul vegamót lítt röskuð. Þama lá kaupstaðarleið Borgfirðinga
frá 1850-1894.
í dalnum er álfakirkjan Kirkjusteinn:
í Kirkjusteini ljósin brunnu fjögur.
Hringt var klukkum hátt og snjallt,
svo heyrast mátti um land gjörvallt.
En allt í einu hundurinn varð vitlaus,
úfnaði á hár og skinn
eins og fjandinn færi inn.
Þetta orti víst Halldór Hómer. Halldór Pjetursson hefur vísurnar öðru-
vísi í Syrpu sinni (útg. 1965), en svona lærði eg þessar ágætu vísur.