Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 139
MÚLAÞING
137
og báta. Svo reru áhafnir þeirra bátunum og toguðu skipin áfram. Það
gekk stundum hægt.
Svo ég komi aftur að dragnótaveiðum, þá minnist ég sérstaklega einn-
ar af mínum fyrstu veiðiferðum. Við vorum við veiðar á svæði í eða við
Fáskrúðsfjörð, sem telst til Suðurfjarða á Austurlandi.
Vinnan var mjög erfið með þessum frumstæðu tækjum okkar. Drag-
nótartógin voru útötuð í marglittuþráðum og við það að draga þau af
koppunum á línuspilinu, klukkutíma eftir klukkutíma, dag og nótt, þá
settist eitur marglittunnar svo á hendur okkar að þær urður rauðar, þrútn-
ar og jafnvel með sárum og fylgdi því óskaplegur kláði. Marglittugums-
ið slettist jafnvel í andlit og augu.
Við vorum venjulega eina til tvær vikur í þessum veiðiferðum, en
reyndum að losna við veiðina á Suðurfjörðunum á tveggja daga fresti
eða svo, en fórum venjulega heim til Seyðisfjarðar með veiði síðustu
daga í hverjum túr. Þama veiddum við aðallega rauðsprettu. Eg man líka
eftir því að með í nótinni kom talsvert af kvikindi sem við kölluðum
kampalampa og ég man ekki fyrr að hafa séð í svo ríkum mæli.
Kampalampi er nafn á rækju.
I þessari veiðiferð hafði ég verið stanslaust við vinnu á annan sólar-
hring án þess að geta hvflst eða sofið og átti því eðlilega erfitt með að
halda augunum opnum, og ég man úr þessum túr, og raunar oftar, að við
settum neftóbak í augun til þess að sofna ekki standandi við vinnuna. Þó
man ég að það kom fyrir að við sofnuðum standandi við að draga og
hringa niður tógin og duttum þá að sjálfsögðu niður augnablik og gat
það verið stórhættulegt ef menn flæktust í tógið við spilkoppinn. Morg-
um árum seinna varð það vinnuslys við dragnótaveiðina á bát sem ég
var formaður á, að háseti flæktist í tóginu við spilið og hendi hans og
handleggur brotnuðu á mörgum stöðum.
Eftir að hafa vakað einn til tvo sólarhringa í þessum Fáskrúðsfjarðar-
túr þá lagðist ég loks til svefns í “lúkar” bátsins og svaf djúpum svefni.
Þegar ég var “ræstur” aftur og búinn að nudda stýrurnar úr augunum
fann ég til sviða eða sársauka á úlnlið hægri handa. Einnig fann ég
sviðalykt. - í svefninum hafði ég lagt hægri hendi að lampaglasi sem
hékk til hliðar við bekkinn, sem ég svaf á. Þegar ég leit á úlnliðinn sá ég
að hold mitt hafði sviðnað eða steikst svo að mér fannst ég sjá inn í bein.
Ekki vaknaði ég við þetta, en örið má enn greina eftir sextíu ár.