Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 64
62
MÚLAÞING
Þessi mynd er tekin vorið
1954 af, frœnku ‘ Hún bað
um, að myndin yrði tekin,
annars vildi hún aldrei að
farið vœri með hana út.
Glöggt má sjá að hnén
mynda sem nœst rétt horn,
svo krepptir voru fœtumir.
Aftan við , frœnku ‘ ‘ er Ragn-
heiður með börnum sínum
sem þá voru fædd, en heldur
á Stefaníu Hannesdóttur,
Björgvinssonar. Nœst kemur
Bjöm, þá Baldur og Ingi-
björg lengst t.h.
Ljósm.: Kristín Skúladóttir.
þessi fatlaða, lífsþreytta kona safnaðist til feðranna 1965. Vitaskuld
lagði öll fjölskyldan hönd að, en mest mæddi samt á Ragnheiði. í Hösk-
uldsstaðaseli gekk þessi kona undir nafninu ,,frænka“ hjá eldra fólkinu.
Bömin nefndu hana að sjálfsögðu ömmu.
Ætt og uppruni
Á mælistiku kynslóðanna er aldarfjórðungur ekki langur tími. Hlýtur
þó að vera það fötluðu fólki. Það skynjar hann frá öðru sjónarhomi en
hinir heilbrigðu. Og þó þessi frásögn verði ekki löng, felst miklu fleira
milli línanna. Þar, vonandi, greina lesendur öllu meira um örlög
,,frænku.“ Ef svo verður, er mínum tilgangi náð.
Guðrún Helga Björnsdóttir var fædd í Höskuldsstaðaseli. Foreldrar
hennar hjónin Kristín Marteinsdóttir (f. 15. nóv. 1845, d. 3. júní 1929)
frá Skriðustekk og Björn Eiríksson (f. 31. jan. 1845, d. 20. júlí 1934).
Björn var fæddur á Hallberuhúsum á Völlum (nú í eyði). Fluttist sex
vikna ofan í Höskuldsstaði, til Gísla Þorvarðarsonar og síðari konu hans
Ingibjargar Einarsdóttur, og ólst þar upp. Móðir Björns var Margrét
Guðmundsdóttir, Þorsteinssonar, bónda á Stóra-Steinsvaði í Hjaltastaða-
þinghá. (Æ. Au. nr. 2030) Faðir hans, Eiríkur, frá Glúmsstöðum í Fljóts-
dal. Foreldrar hans bjuggu síðar á Þorgrímsstöðum í Breiðdal.
Foreldrar Kristínar voru Sigríður Einarsdóttir, Gíslasonar, bónda á
Stóra-Steinsvaði, Hjaltastaðaþinghá, (Æ. Au. nr. 10868), alsystir Ingi-
bjargar á Höskuldsstöðum, og Marteinn Jónsson, Skriðustekk. Voru
Björn og Kristín þremenningar. Margrét, móðir Björns, hálfsystir Ingi-