Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 66
64
MÚLAÞING
í þessum stóra hópi ólst Guðrún Helga upp. Heimilið í Höskuldsstaða-
seli var orðlagt myndarheimili. Þangað komu bæði gestir og gangandi,
enda í þjóðbraut þá farin var Breiðdalsheiði úr ,,neðra í efra“ eða öfugt.
Einnig þeirra er leið áttu um Berufjarðarskarð. Þar var lengi póstleið
milli Breiðdals og Berufjarðar og póstafgreiðsla á Höskuldsstöðum
næsta bæ utan við Höskuldsstaðasel. Þá var stutt í Jórvíkurskarð yfir í
Norðurdal. Þaðan þjóðbraut til Reyðarfjarðar um Stafsheiði og Gagn-
heiði og til Fáskrúðsfjarðar um Reindalsheiði.
Guðrún ólst upp við þau störf er þá þekktust og voru þáttur í uppeldi
þeirra tíma. Má um það deila, hvort böm hafi þá verið látin vinna of
mikið í uppvexti. Margir telja að svo hafi verið, en misjafnt eftir heimil-
um. En eitt er víst að kynslóð síðustu aldar og fram á miðja þessa öld,
skilaði góðu dagsverki, enda ekki lífsfirrt sem kynslóðin er nú vex úr
grasi með öll heimsins vandamál á herðum. A þar ekki einhver ofvernd-
un og ofgnótt hlut að máli - kannski takmarkalítið frjálsræði? Um það á
þessi pistill ekki að snúast.
Einn minnisstæðasti atburður Guðrúnar frá bernskuárunum var, þegar
föðuramma hennar, Margrét, fór til Ameríku. Tildrögin þau að sonar-
dóttir Margrétar, Kristbjörg Einarsdóttir, missti heyrn barn að aldri.
Varð síðan mállaus vegna þess. Faðir hennar, Einar Eiríksson, bróðir
Björns í Höskuldsstaðaseli, frétti að hægt var að kenna mállausum böm-
um í Ameríku. Ákvað hann að flytja þangað með sitt fólk. Þeir bræður
voru svilar, Einar kvæntur Helgu Marteinsdóttur, systur Kristínar. Einar
vildi hafa móður sína með vestur. Vildi hún ekki fara, en varð undan að
láta. En dag nokkurn birtist Margrét allt í einu í Höskuldsstaðaseli.
Hafði hún ekki fengið pláss á Ameríkuskipinu. Sagði Guðrún að hún
hefði leikið við hvern sinn fingur að hafa sloppið við vesturförina. Reið í
gleði sinni með þau krakkana fram og aftur um túnið og í stórum polli í
tröðunum. Lék sér síðan við þau um kvöldið uppi á palli. Gekk svo mik-
ið á, að Birni stóð ekki orðið á sama. Fer ekki á milli mála feginleiki
Margrétar. En gleðin varð skammvinn. Þegar börnin voru nýsofnuð,
kemur Einar að sækja Margréti. Þá hafði hún fengið pláss. Fór hún um
nóttina. Þetta sagði Guðrún að sér hefði þótt vont. En það er af Krist-
björgu að segja, að hún komst í þennan málleysingjaskóla. Varð síðar
kennari við hann.
Hjúskapur
í uppvexti kom í ljós að Guðrún var velvirk og mikilvirk. Slíkt raunar
rauður þráður í fari allra þessara systkina. Björg systir hennar lærði karl-