Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 145
MÚLAÞING
143
vini mínum Birni á Landamóti, en þaðan fór eg gangandi yfir Kækju-
skörð til Borgarfjarðar. Einnig hafði eg allmörgum árum fyrr farið Húsa-
víkurheiði. Það var að sumarlagi rétt fyrir slátt. Þá héldu Húsvíkingar
ball og buðu öllum Borgfirðingum og Loðmfirðingum. Það þótti höfð-
inglega gert og rausnarlega, og þar var dansað næturlangt í timburhúsinu
í heimavíkinni, húsinu sem fauk með fólkinu í, roknóttina minnisstæðu í
mars 1938.
En nú var komið árið 1944, stríðinu að verða lokið, nýlega búið að
reyna að drepa Hitler, sem mistókst, og Evrópa enn í hernámsfjötrum
hans að undanskilinni vænni spildu í Frakklandi norðvestanverðu og
annarri suðaustantil þar sem innrásarsveitir bandamanna höfðu náð fót-
festu.
Hér á norðausturhjara landsins lifðu menn við batnandi efnahag, en at-
vinnulíf a.m.k. til sveita enn í gömlum skorðum, slegið mikið með orfi
og ljá, bundnir baggar og klakkaðir, róið á trillum og þar sem hafnir
voru góðar stórum mótorbátum sem stundum var farið með á vetrarver-
tíð til Hornafjarðar, Vestmannaeyja og Suðurnesja og herinn á Seyðis-
firði - að mig minnir - nýfarinn. Loðmundarfjörður og Húsavík í byggð
að mestu leyti, en aðrar vrkur á fallandi fæti. Borgfirðingar fóru margir á
vetrarvertíð til Vestmannaeyja og Suðurnesja og sumir á Reykjavíkur-
togara.
Sóði var röskur hestur og okkur skilaði vel sem leið lá inn sveit. Við
fórum veginn inn fyrir Jökulsá, austur yfir ána við Hvolshornið, inn
Tungur og komum á Húsavíkurgötur innan við eyðibýlið Setberg. Síðan
voru þessar götur þræddar suðaustur Desjarmýrarafrétt og krókast upp á
varpið (477m) og Húsavík tók við, Gunnhildardalur niður undir bæinn
Dalland. Þar bjuggu Kristinn Þorsteinsson og Sveinbjörg Sveinsdóttir.
Þar var sólskin og þau hjón að binda bagga undir brekku þegar eg kom
fram á brúnina ofan við. Kiddi var orðlagður dugnaðarbóndi og gestris-
inn líka. Þau buðu mér kaffi sem eg þáði, og hafði skamma töf.
Afram hélt eg nú leið sem eg hafði aldrei farið áður, yfir víkurána og
upp á Hálsinn milli Húsavíkur og Loðmundarfjarðar norðan undir Skæl-
ingi. Bílvegarnefnan sem nú er, liggur á svipuðum slóðum upp frá Húsa-
vík, en aðra leið ofan Loðmundarfjarðar megin. Þó kynni að vera að far-
ið væri að Nesbæjunum svipaða leið og vegarslóðinn liggur um nú, en
eg fór hestagötur inn og niður fjallið og kom niður á láglendið nálægt
Seljamýri minnir mig, reið síðan inn með firði og suður yfir rétt utan við
Stakkahlíð. Eg stansaði á Sævarenda, bænum undir fjallinu Gunnhildi,
hjá Trausta Stefánssyni frá Stakkahlíð og Margréti ívarsdóttur konu