Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 13
MULAÞING
1 I
mikið látið af fegurð Gabríels erkiengils. En hvað sem Engil- í Engilbert
hefur merkt upphaflega, hét einn Sunn-Mýlingur þessu nafni 1703 (Eng-
ilbert Þórðarson “heilsuveikur” 27 ára í Eydölum) og tveir aðrir landar
hans. Þá var einnig til gerðin Engilbrikt.
Nafninu Engilbert hefur vegnað sæmilega. Mönnum, sem það báru,
fjölgaði nokkuð á 19. öld, og 1910 voru þeir orðnir 33, flestir fæddir
sunnan og vestan. I þjóðskrá 1989 eru 53, og heita svo aðalnafni 44.
Halli er fornnorrænt nafn. Ekki vita menn glöggt hvað nafnliðirnir
hall og steinn hafa merkt í vitund áa okkar, en minnast má þess, að
menn voru sagðir trúa á stokka og steina. Svo má auðvitað skírskota til
hörku og traustleika steinanna sem einnig nefndust hallar. Miklu algeng-
ari var hin sterka mynd nafnsins, Hallur.
I Landnámu er getið tveggja manna er Halli hétu, og það kemur fyrir í
Sturlungu og Islendingasögum. En sárasjaldgæft virðist það alltaf hafa
verið, mjög lengi þrír í aðalmanntölum. Svo var 1703. Voru tveir í
Skaftafellssýslu og einn í Suður-Múlasýslu: Halli Gíslason Núpi á Beru-
fjarðarströnd, bóndasonur tíu ára.
Nafnið Halli þokaðist á 18. og 19. öld til norðurs, hvarf í Skaftafells-
sýslu fyrst, og síðan var það aðeins í Norður-Múlasýslu, bæði 1845 og
1855. Arið 1910 voru aðeins tveir, báðir fæddir Norð-Mýlingar. Arin
1921-50 fékk einn sveinn þetta nafn, en nú er það horfið úr þjóðskrá,
enda myndi erfitt að skilja það frá gælunafninu Halli.
Jens er ein af mörgum dönskum afbrigðum nafnsins Jóhannes, og
táknar þá með einhverjum hætti “náð guðs”.
Ekki er fullvíst hvenær það barst til íslands, en helst er svo að sjá sem
það hafi numið land í Suður-Múlasýslu. Kannski þar gæti áhrifa frá Jens
Wium sýslumanni á Skriðuklaustri sem drukknaði 1740. Það er þó óvíst,
því að fyrir 1700 var Jens Ormsson prestur í Mjóafirði.
Arið 1703 hét einn íslendingur Jens og var Þorsteinsson, 21 árs,
hreppstjórasonur í Firði í Mjóafirði. Síðan tók mönnum þessa nafns að
fjölga, og urðu dreifðir um landið, en þó lengi vel flestir í Isafjarðarsýslu
og Isafjarðarkaupstað.
Arin 1921-50 fengu 137 sveinar nafnið Jens, og nú eru í þjóðskrá 380,
og heita 108 þeirra Jens að síðara nafni.
Kolli er fornnorrænt nafn sem ber nokkurn svip auknefna, og ætli
Kollur og Höskuldur (=grákollur) hafi ekki verið það í upphafi. Líklega
hafa fornaldarmenn borið Kolli fram eins og nú er sagt gælunafnið Kolli
af Kolbeinn. Ruglingur er í heimildum um nafnmyndirnar Kollgrímur og
Kolgrímur.