Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 55
MÚLAÞING
53
1905, en var jafnan nefndur ,,Seyðfirðingur“ meðal manna, og mun ég
einnig halda því hér.
Þetta var lítill vélbátur, aðeins 6,57 tonn, samkv. mælingu frá 1923.
Upphaflega var þessi fleyta nótabátur, þá opinn, eða dekklaus, smíð-
aður í Noregi 1880 fyrir T. L. Imsland og Lars Imsland útgerðar- og
kaupmenn á Seyðisfirði.
Báturinn var súðbyrtur, efnið eik og fura. Vélin 1923 8-11 hesta
Alpha. Breyting mun hafa verið gerð á bátnum 1905, þá sett í hann dekk
og 6 ha. Dan vél, og var hann þá gerður út á síldveiðar, formaður var þá
Daníel Bjarnason. Þetta er í fáum dráttum saga bátsins.
1923 urðu eigendaskipti á ,,Seyðfirðingi“ og eignuðust hann þá bræð-
urnir Þórður og Sigurður Guðmundssynir á Strandbergi í Seyðisfirði.
Munu þá hafa farið fram nokkrar umbætur á bátnum, en hann var áfram
tvístefnungur, með eitt mastur. Var hann gerður út á línuveiðar að heim-
an, svo sem áður var í eigu Imslandsfeðga. Form. þá Asmundur Sveins-
son og fl.
Veturinn 1924 gerðu þeir bræður ,,Seyðfirðing“ út frá Djúpavogi og
var Þórður formaður á honum. Þar voru þá og fleiri bátar gerðir út frá
Seyðisfirði.
V. b. Seyðfirðingur ferst
Hér að framan hefur verið greint frá því slysi. Þeim sem fórust með
v.b. ,,Seyðfirðingi“ 19. apríl 1924 verður nú getið, einnig foreldra
þeirra og átthaga. Áhöfn ,,Seyðfirðings“:
Þórður Kristján Guðmundsson formaður fæddur 4. desember 1900 í
Glaumbæ á Snæfellsnesi, fluttist til Seyðisfjarðar með foreldrum sínum
1909 og bjó hjá þeim á Strandbergi (Strandarvegur 13). Ógiftur, dugn-
aðarmaður og drengur góður. Foreldrar: Guðmundur Erlendsson lýsis-
bræðslumaður, fæddur 8. september 1887 á Fáskrúðarbakka í Mikla-
holtshreppi og kona hans Rósamunda Önundardóttir, fædd 1. janúar
1866 að Hrís í Fróðárhreppi.
Þórður var á tuttugasta og fjórða ári er hann fórst.
Magnús Þorsteinsson stýrimaður (?) fæddur 29. apríl 1882 í Kjósar-
sýslu, flutti til Seyðisfjarðar 1906. Foreldrar: Þorsteinn Baldvin Jónsson
og Þorgerður Guðmundsdóttir, sem lengi bjuggu á Borgarhól í Brimnes-
landi.