Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 29
MÚLAÞING
27
Þá er Hektor (Hector). Þetta er grískt kappaheiti úr Illíonskviðu, merk-
ir kannski “fastheldinn,” “handsterkur”.
Fyrr var nefndur Adam Sveinsson á Nesi í Norðfirði. Eldri bróðir hans
var Hektor, 21 árs 1845. Hann sýnist hafa orðið skammlífur, því að
nafnið er horfið í manntalinu 1855. Heitir og enginn íslendingur þessu
kappaheiti 1910, en einn sveinn var svo skírður 1921-1950. Nú eru tveir
í þjóðskránni, annar skrifaður með c og sýnist af erlendum toga.
Annað nafn, sem til var í Suður-Múlasýslu 1845, átti sér enn rýrari
sögu hérlendis. Þetta er Henkel (Hencel), tökunafn úr dönsku latínað
Hencillus, væntanlega á okkar tungu “Heimkell” og þá e.t.v. síðar
“Heinkell”, ef notað hefði verið.
Þetta nafn sést hér ekki í neinum aðalmanntölum nema 1845, en þá
eru í Eskifjarðarkaupstað Henrik Henkel Svendsen, “kaupmannsfulltrúi,
skytta”, 25 ára, fæddur á ísafirði, og Kjartan Henkel Þorleifsson eins árs,
sjá áður bróður hans, Edvard Lárus.
í manntalinu 1855 kemst þetta nafn ekki á skrá og ekki í neinu mann-
tali síðan.
Nafnið Karl fór víða um heim og var skrifað á mismunandi vegu.
Sama er að segja um þau kvenheiti sem af því voru dregin. Eitt var
Karlotta, ritað hér með íslensku lagi, en endingin otta er víst úr ítölsku.
Nafnið komst inn í fínar ættir. Carlotta af Savoy var drottning Louisar
(Lúðvíks) XI. Frakkakonungs.
Þetta kvenheiti berst til íslands nálægt aldamótunum 1800, og gætir
danskra áhrifa meðal annars í rithættinum Charlotta. Arið 1845 hafði
nafnið borist austur í Múlasýslu. Þar er bókuð “Susanne Charlotte
Lovise Steenbakksdóttir” 15 ára léttastúlka “Djúpavogarhöndlunarstað”,
fædd í Vesturamtinu. Stafsetninguna er svo sem ekkert að marka. Það
þótti ýmsum fínt í kaupstöðum að nota danska eða dönskulega stafsetn-
ingu nafna sinna að einhverju leyti.
Konum með Karlottu-nafni hefur fjölgað nokkuð síðan um miðja 19.
öld, svona hægt og bítandi, en í þjóðskrá 1989 eru þær um 50, nafnið
breytilega skrifað, enda sumar greinilega komnar frá útlöndum.
Þá kemur staknefni í hinum hálfdanska stíl íslenskra kaupstaða á 19.
öld. Árið 1845 er skráð í Suður-Múlasýslu “Kjartine Amalie Beck”,
fimm ára, fædd þar eystra (Eskifjarðarkaupstað), foreldrar “Ch[ristenj
N. Beck, assistent, skytta”, fæddur á Jótlandi, og “M[aríaj Elízabeth
Longsdóttir, hans kona”, fædd “hér í sókn”.
Þetta nafn virðist séríslensk uppfinning til að skíra eftir Kjartani, og